Tirgu-Mures er höfuðborg
Mures-héraðs við Mures-ána í Mið-Rúmeníu.
Hún er miðstöð járnbrautasamgangna og meinningar í héraðinu.
Iðnaðurinn byggist á framleiðslu sykurs, tóbaks, timburs, skófatnaðar,
víns og olíuhreinsun. Meðal áhugaverðra staða og bygginga er 15. aldar, gotnesk
kirkja og Teleki-höllin, sem hýsir stórt bókasafn.
Á 14. öld hét borgin Osorhei.
Ungverjar létu Rúmenum hana eftir í lok fyrri
heimsstyrjaldarinnar og tóku hana haftur í síðari heimsstyrjöldinni
(1940-45). Áætlaður íbúafjöldi
árið 1992 var 164 þúsund. |