Constanta er höfuðstaður
samnefnds héraðs við Svartahaf í suðaustanverðri Rúmeníu.
Hún er aðalhafnarborg landsins.
Helztu útflutningsvörurnar, sem um hana fara, eru olía og korn.
Innflutningurinn byggist aðallega á
kolum koksi, vélbúnaði og vefnaðarvöru.
Í fornöld hét borgin Tomis, þar sem rómverska ljóðskáldið
Ovidus bjó á elliárum sínum í útlegð og dó.
Á 4. öld fékk hún núverandi nafn til heiðurs systur
Konstantíns I keisara. Á
tyrkneskum tímum (1413-1878) hét hún Kustenja en árið 1878 fengu Rúmerar
þetta landsvæði frá Búlgörum og breyttu nafninu á ný.
Áætlaður ibúafjöldi 1992 var 350 þúsund. |