Sibiu Rúmenía,
[Romanian flag]


SIBIU
RÚMENÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Sibiu er borg í Brasov-héraði í Mið-Rúmeníu.  Iðnaður hennar byggist á vefnaði, áfengi, sápu, kertum, kaðlagerð, leðri og skóm.  Borgin er setur erkibiskups rétttúnaðarkirkjunnar og lútersks biskups.  Þar er lögskóli.  Meðal áhugaverðra staða og bygginga í borginni er 14. aldar, gotnesk kirkja með safni og bókasafni (rúmlega 100.000 titlar).  Sibiu rekur sögur sína til rómversks tíma.  Þessi nýlenda Rómverja fékk nafið Cibinium.  Á 12. öld komu þýzkir landnemar, saxar, frá Nurnberg og endurbyggðu Sibiu sem miðstöð héraðsins.  Framhald sögu borgarinnar er samofin sögu Transylvaníu.  Eftir fyrri heimsstyrjöldina fékk Rúmenía borgina í kjölfar friðarsamninganna.  Árið 1940 var hún hluti Norður-Transylvaníu en varlögð undir Ungverja.  Rúmenar fengu þetta svæði aftur eftir síðari heimsstyrjöldina (1945).  Áætlaður íbúafjöldi 1989 var 184 þúsund.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM