Craiova Rúmenía,
[Romanian flag]


CRAIOVA
RÚMENÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Craiova er höfuðborg Doli-héraðs í grennd við Jiu-ána í suðvestanverðri Rúmeníu.  Umhverfis er frjósamt landbúnaðarland, sem framleiðir korn, nautgripi og grænmeti.  Borgin er aðalviðskiptamiðstöð Rúmeníu vestan Búkarest.  Mikið er verzlað með nautgripi, landbúnaðarafurðir, fisk, leður og leirmuni.  Önnur framleiðsla byggist á köðlum, sápu og terracotta (brenndur múrsteinn eða flísar).  Borgarháskólinn var stofnaður árið 1966.  Borgin stendur við fornar rústir rómverskrar byggðar, Castra Nova.  Á miðöldum var Craiova höfuðstaður Litla-Walachia.  Áætlaður íbúafjöldi 1992 var 304 þúsund.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM