Búkarest
er höfuðstaður Rúmeníu og jafnframt stærsta borg landsins.
Hún er í 64 km norðan Dónár á bökkum Damboviaár, sem er
þverá hennar. Borgarstæðið
er tiltölulega flatt og u.þ.b. 300 km².
Árið 1990 var íbúafjöldinn 2.064.474, u.þ.b. 9% þjóðarinnar.
Árið 1930 var hann 631.288 og tvöfaldaðist eftir síðari
heimsstyrjöldina í iðnvæðingarátaki á sjötta áratugnum.
Á valdatíma kommúnista var húsnæði takmarkað við 12 m²
á mann og þessara þrengsla gætir enn þá.
Vegna ónógra fjárframlaga á dögum Nicolae Ceausescu standa
margar íbúðarblokkir ófullgerðar.
Fyrirtæki
borgarinnar standa undir u.þ.b. fimmtungi heildarframleiðslu landsins,
s.s. þungavéla, flugvéla, nákvæmnistækja, landbúnaðaratækja,
húsgagna, rafeindatækja, efnavöru, vefnaðar, leðurvöru, vírframleiðslu,
sápu, snyrtivöru o.fl. Borgin er
einnig aðalviðskiptamiðstöð landsins.
Dâmbovitaáin
skiptir borginni í tvo hluta, sem eru tengdir tveimur breiðgötum til
norðurs og suður, austurs og vesturs.
Þar að auki er henni skipt í sjö hverfi.
Miklar breytingar urðu á borginni á millistríðsárunum. Þá voru margar fallegar byggingar reistar, s.s. nýja
konungshöllin, bankar, ráðuneyti, skólar og íbúðablokkir.
Þá fékk borgið viðurnefnið „Litla-París”.
Flestum
iðnfyrirtækjum var komið fyrir utan íbúðahverfa í úthverfum
borgarinnar. Á síðustu
10 sjórnarárum Ceausesku lét stjórnin ryðja fjölda húsa og
jafnvel sögulegum minnismerkjum á bökkum Dâmboviaárinnar úr vegi.
Síðan voru hús með norðurkóreönsk hús að fyrirmynd reist
í staðinn, s.s. þinghöllin, sem er næststærsta stjónarbygging
heims (aðrins Pentagon er stærri), og margar þeirra eru enn þá ófullgerðar.
Helztu áhugaverðu byggingar í borginni:
Þinghöllin, Dómshúsið (1864), Stirbeyhöllin (1835),
Landsbankinn (1885), Cotrocenihöllin (17. öld með síðari viðbótum.
Nú forsetahöllin), Athenaeum (1888), byggingar aðalbókasafns
háskólans (1900) og háskólans (1869).
Á 20. öld risu Cantacuzinohöll (1935), Aðalsparisjóðurinn
(1900), Konungshöllin (1935), aðalmiðstöð hersins (1913) og
sigurboginn (1920). Meðal fallegra kirkna eru Antimklaustrið (snemma á 17. öld),
Patriachatekirkjan (1565) og Domnita Bãlasa (1751).
Meðal
menntastofnana borgarinnar er almennur háskóli, fjöllistaháskóli
(1819) og undirbúningsskóli í hagfræði, landbúnaði,
byggingarlist, læknisfræði og tónlist, sem Ceausescu lét reisa.
Þessi bygging er ekki mikils virði vegna útlits sins, heldur
gefur hún hugmynd um skapgerðareinkenni Ceausescus.
Bókasafn síðastnefnda skólans og Þjóðarbókhlaðan eru áhugaverðust
slíkra stofnana og Konunglega listasafnið, Náttúrugripasafnið, óperan
og leikhúsið eru heimsóknar virði.
Sagan. Sögu borgarinnar má rekja aftur til 15. aldar.
Tyrkir brenndu hana eftir uppreisnir í lénunum Wallachia og
Moldavia árið 1595. Mústafa
II gerði hana að setri Wallachiastjórnar 1698.
Á árunum 1711-1829 háðu stórveldin Tyrkland, Austurríki og
Rússland sjö stríð, sem leiddu stundum til hernáms og eyðileggingar
borgarinnar. Þar að auki
ollu stórbrunar, jarðskjálftar og svartidauði miklu tjóni.
Árið
1859 varð borgin að stjórnsýslusetri Wallachia og Moldavia í höndum
Tyrkja. Að loknu rússnesk-tyrkneska
stríðsins 1877-78 ákvað Berlínarráðstefnan, að Rúmenía (nafnið
tekið upp 1862) skyldi verða sjálfstætt ríki og höfuðborg þess Búkarest.
Í fyrri heimsstyrjöldinni hernámu Þjóðverjar borgina frá
6. desember 1916 fram á mitt ár 1918. Hinn 10. október 1940 hleypti Ion Antonescu Þjóðverjum
inn í landið. Þeir hurfu
á brott 26. ágúst 1944 eftir sprengjuárásir Bandamanna og
uppreisnir heimamanna. Rauði
herinn þrammaði inni borgina 31. ágúst sama ár og sat í borginni
til 1958.
Árið
1977 olli mikill jarðskjálfti (6,5 á Richter) verulegu tjóni og rúmlega
1500 manns létu lífið. Aftur
reið yfir jarðskjálfti 1990 (6,0) en hann olli litlu tjóni. Skjálftamiðjur eru tíðast í Karpatafjöllum. |