Alba Iulia er borg í
Hunedoara-héraði við Muresul-ána í Mið-Rúmeníu. Borgin skiptist í efri hluta, kastalann, sem Karl V!,
keisari Hins heilaga rómverska ríkis, lét reisa á árunum 1716-35 og
neðri hluta með fallegri dómkirkju og Batthyaneum (safn frá 1794). Dómkirkjan var byggð á 11. öld og endurbyggð á 15. öld
í gotneskum stíl. Borgin
stendur á hinu forna borgarstæði Rómverja, Apulum, og í safninu eru
margir munir frá þeirra tímum til sýnis.
Grafhvelfing ungverska föðurlandsvinarins János Hunyadi er í
Alba Iulia. Áætlaður íbúafjöldi árið 1989 var rúmlega 72 þúsund. |