Galati Rúmenía,
[Romanian flag]


GALATI
RÚMENÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Galati (Galatz) er höfuðstaður samnefnds héraðs og hafnarborg við Dóná.  Hún stendur í aflíðandi hlíðum mýrlendis, sem Siret- og Prut-árnar mynda á leið sinni til ósa Dónár.  Þarna eru sögunarmyllur, hveitimyllur, kaðlaverksmiðjur, olíuhreinsunarstöðvar og skipasmíðastöð.  Borgin er einnig mikil innflutningsmiðstöð og útflutningsvörurnar, sem fara um höfnina, eru aðallega korn, nautgripir og timbur.  Borgarháskólinn var stofnaður árið 1948 og Kennaraháskólinn 1959.  Byggð hefur verið á borgarstæðinu síðan 500 f.Kr.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1992 var 326 þúsund.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM