Bacau Rúmenía,
[Romanian flag]

Booking.com


BACAU
RÚMENÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Bacau er höfjðborg samnefnds héraðs við Bistrina-ána í Rúmeníu.  Borgin er á járnbrautamótum til Moldávíu og iðnaðar- og viðskiptamiðstöð fyrir olíuvörur, ávexti og hnetur.  Annar iðnaður byggist á vefnaði, vélbúnaði, tölvum og leðurvörum.  Þarna eru einnig hveitimyllur og kjötpökkun auk verksmiðja, sem framleiða pappír og pappírskvoðu.  Nokkur stór vatnsorkuver eru í nágrenni Bacau.  Tvær 15. aldar kirkjur prýða borgina og þar er áhugavert menningarsafn.  Í fyrri heimsstyrjöldinni voru höfuðstöðvar rúmenska hersins í Bacau.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1992 var rúmlega 204 þúsund.



 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM