Timisoara Rúmenía,
[Romanian flag]


TIMISOARA
RÚMENÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Timisoara er höfuðborg Timis-héraðs við Bega-ána og Bega-skipaskurðinn í Vestur-Rúmeníu.  Borgin skiptist í innborg, sem var víggirt fyrrum og fjögur úthverfi, sem eru aðskilin miðborginni með almenningsgörðum.  Timisoara er miðstöð viðskipta og ein stærsta borg landsins.  Iðnaðurinn byggist aðallega á olíuhreinsun og framleiðslu vefnaðarvöru, vélabúnaðar, raftækja og efnavöru.  Borgin er setur háskóla (1962) og kennaraháskóla.  Meðal markverðustu staða eru 18. aldar Kastali, safn, ráðhús, héraðsþing og dómkirkja grísku rétttrúnaðarkirkjunnar.  Franz Jósef I, keisari Austurrríkis lét reisa gotneska súlu á aðaltorgi borgarinnar 1851 til minningar um vörn borgarbúa gegn umsátri og árásum ungverska hersins árið 1849.  Borgin var stofnuð í fornöld og varð hluti Ungverjalands árið 1010.  Á 16. öld náðu Ottómanar (Tyrkir) henni á sitt vald og árið 1716 náði Eugene af Savoy henni frá þeim.  Samningarnir í Passarowitz (1718) færðu Austurríki borgina á ný.  Eftir samningana í Trianon árið 1920 varð hún rúmensk.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1992 var 334 þúsund.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM