Brasov,
fyrrum Stalínborg, er höfuðstaður samnefnds héraðs í undirhlíðum
Transylvaníualpanna í Rúmeníu.
Hún er miðstöð járnbrautarsamgangna, viðskipta og iðanaðar
(vélbúnaður, efnavörur, hljóðfæri og vefnaður (aðallega ull).
Talsvert er unnið af landbúnaðarafurðum til matvælaframleiðslu
og olíu frá nærliggjandi olíusvæðum.
Brasov er einnig ferðamannastaður allt árið (vetraríþróttir). Meðal áhugaverðra staða eru rústir kastala frá 1553,
14. aldar kirkja mótmælenda frá 14. öld, Bartólómeusarkirkjan (13.
öld) og ráðhúsið (1420). Þarna
eru ýmsar menningarstofnanir, þ.á.m. Borgarbókasafnið, sem hýsir
forn handrit, og Sögusafnið í 15. aldar húsi fyrsta rúmenska skólans. Þarna er einnig Barsovháskóli (1971).
Teiftónskir riddarar stofnuðu
borgina árið 1211 og síðar réðu germanar henni og gáfu henni
nafnið Kronstadt. Hún varð
miðstöð mótmælenda og varð mesta verzlunarborg konungsríkisins
Transylvaníu. Árið 1867
innlimuðu Ungverjar konungsríkið og árið 1920 fengu Rúmenar yfirráðin
samkvæmt samningunum í Trianon. Á
áratugnum 1950-60 hét borgin Stalínborg.
Áætlaður íbúafjöldi árið 1989 var 252 þúsund. |