Cluj Napoca Rúmenía,
[Romanian flag]


CLUJ NAPOCA
RÚMENÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Cluj-Napoca er borg við Somes Mic-ána í Mið-Rúmeníu.  Fyrrum hét hún Cluj og var höfuðstaður samnefnds héraðs.  Hún er setur biskups rétttrúnaðarkirkjunnar Uniate, og siðbótarkirkjunnar.  Iðnaðurinn í borginni byggist á vefnaði, pappír, sykri, olíuhreinsun, bruggun og framleiðslu áfengis.  Þarna eru einnig verksmiðjur, sem framleiða leirvörur, sápu og kerti.  Helztu byggingar borgarinnar eru Kirkja hl. Mikaels (gotnesk; 1396-1432), fæðingarhús Matthíasar Corvinus, konungs Ungverjalands (fæddur 1440), Siðbótarkirkja (1486), Batthanyi-höllin, fyrrum bústaður prinsanna í Transylvaníu og Cluj-Napoca-háskóli (1919).

Sagnfræðingar segja, að Cluj-Napoca hafi verið byggð á fornri, rómverskri byggð, sem var kölluð Napoca.  Saxar settust þarna að árið 1178 og réðu borginni fram á 16. öld.  Þeir snérust til lúterstrúar og urðu að yfirgefa borgina eftir stofnun Uniate-rétttrúnaðarkirkjunnar á tímum endursiðbótarinnar og magýjarar fengu tögl og hagldir.  Borgin var stjórnsýslusetur Transylvaníu  sem krúnuland Austurríkis og sem hérað í Austurríki-Ungverjalandi.  Árið 1920 varð borgin rúmensk.  Árið 1940, í síðari heimsstyrjöldinni, fengu Ungverjar Norður-Transylvaníu og Cluj-Napoca, en eftir stríðið fengu Rúmenar þetta svæði aftur.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1992 var 328 þúsund.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM