Kína,
Flag of China


Sendiráð Kína

MONSÚN
MISSERISVINDAR

PEKING . KORT Meira

KÍNA
ZHONGHUA  RENMIN  GONGHEGUO

Map of China
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Í þessari lýsingu er notast við latneska stafsetningu staða- og sérnafna samkvæmt hinni opinberu Hanyu Pinyin-umritun frá 1979. Alþýðulýðveldið Kína (Zhonghua Renmin Gongheguo) nær yfir stærsta hluta Austur-Asíu.  Það liggur á milli 18° og 54°N og 71° og 135°A frá Pamir-hálendinu í vestri að Kyrrahafi í austri (Gulahafi, Austur- og Suður-Kínahafi).  Mesta vegalengd frá austri til vesturs er 4500 km og 4200 km frá suðri til norðurs.  Kína er þriðja stærsta land heims (Rússland, Kanada) en hefur flesta íbúa.  Kína er í Austur-Asíu.  Austur- og suðausturhluti landsins liggur að þeim hluta Kyrrahafsins, sem nefnist Norður- og Suður-Kínahaf og Gulahaf.

Nágrannaríki eru:  Rússland, Alþýðulýðveldið Mongólía, Norður-Kórea, Hongkong, Macao, Vietnam, Laos,
Burma (Myanma), Indland, Bhutan, Nepal, Pakistan og Afganistan. Heildarflatarmál landsins er 9.560.779 km². Landið er fjalllent.  Fjöllin hækka flest frá vestri til austurs og víða eru hásléttur.  Í norðvesturhlutanum eru afrennslislaus svæði.  Í norðausturhlutanum eru stór láglendissvæði og einnig meðfram ánum Hwangho og Jangtse-kiang.  Stórárnar Amur, Hwangho, Jangtsekiang og Hsikiang renna austur til Kyrrahafs.  Hluti strandlengjunnar er allvogskorinn og fjöldi eyja er fyrir ströndum.  Norðurhluti landsins er oft nefndur 'Gula-Kína' vegna mikils áfoksjarðvegs (löss).  Suðurhlutinn er gjarnan nefndur Rauða-Kína vegna litar jarðvegsins þar.
.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM