Miðkínverska
héraðið Henan, oft nefnt silkihéraðið, er mjög þéttbýlt og frjósamt
vegna framburðar Gulafljóts (Huang He, Hwangho), sem liðast í gegnum
það frá vestri til austurs. Helztu
landbúnaðarafurðirnar eru korn, hrísgrjón, baðmull og tóbak.
Zhengzhou
(Tshengtshou, Chengchow; 1,6 millj. íb.) hefur verið höfuðborg héraðsins
síðan 1954. Hún er
sunnan Gulafljóts (Hwangho) og er ein elzta borg Kína.
Forleifarannsóknir sýna, að þarna var byggð þegar árið
2100 f.Kr. Borgin hefur
verið mikilvæg járnbrautamiðstöð milli Shanghai, Chengdu og
Beijing í áratugi. Því
var mikið um verkföll þar á þriðja áratugnum, sem léttu kommúnistum
leiðina til valda.
Mælt
er með heimsókn í Sögusafn Henanhéraðs.
Luoyang
(Lojang; 700.000 íb.), rúmlega 120 km vestan Zhengzhou, er gömul og
virðuleg borg, sem ber líka sæmdarheitið:
„Vagga kínverskrar menningar".
Þarna bjó fólk þegar á yngri steinöld (neolithicum; 6000
f.Kr.) en Chou-höfðingjaættin kom henni á landakortið með því að
velja hana sem höfuðborg sína eftir 770 f.Kr. Luoyang var höfuðborg
á valdatímum Han- (25-225 e.Kr.), Wei-, Kin- og Suiættanna en deildi
hlutverkinu á Tangtímanum (618-907).
Á valdadögum ættanna fimm (907-960) missti borgin forystuna.
*Í
hinni gömlu og hrífandi miðborg Luoyang eru enn þá falleg hús frá
Yuan-, Ming- og Qingtímunum. Í
Wangcheng Gong Yuan (Lystigarði konungsborgarinnar) eru tvær Hangrafir
með málverkum frá elzta skeiði ættarinnar.
Fleiri staðir eru skoðunarverðir:
Chiyun-pagódan og Borgarsafnið í Guandi Miao (Hofi stríðsguðsins;
Ming). Í nýrri
borgarhlutanum býr og starfar íbúarnir, sem hefur fjölgað mjög og
stöðugt.
Iðnfyrirtæki
eru mörg í borginni, s.s. dráttarvéla- (hin fyrsta í Kína) og kúluleguverksmiðja.
Baima
Si
(Hof hvítu hestanna) er 10 km austan Luoyang.
Það var stofnað árið 68 f.Kr. (endurnýjað á 15. öld) og
er því elzta búddaklaustur landsins.
Hinir
manngerðu
*Drekahliðshellar
(Long Men Shi Ku; 5.-8. öld) eru 15 km sunnan Luoyang ofan við
vesturbakka árinnar Yihe. Þarna
voru 1350 hellar, mörg hundruð skot og pagódur höggnar í bergið og
þar eru mörg þúsund búddalíkneski, lágmyndir og áletranir.
Því miður hafa listaverkaþjófar látið þar greipar sópa síðustu
tvær aldirnar og „graffítistar" spillt staðnum.
Skammt
frá
Gongxian,
65 km austan Luoyang, eru átta keisaragrafir Songættarinnar og
Gongxianhellarnir frá tíma Weiættarinnar við rætur Dali Shan.
Í
umhverfi sýsluborgarinnar
Dengfeng,
80 km suðaustan Luoyang, eru margir skoðunarverðir staðir:
15
km í norðvestri er hið heimsfræga hofklaustur *Shaolin Si (frá
5.öld; oft endurnýjað). Munkarnir
eru þekktir fyrir að æfa sig í bardagaíþróttinni Gongfu
(Kung-Fu).
5
km í austri er taóhofið Zhongye Miao frá Tang-tímanum (núverandi
útlit er frá Qingtímanum). Það
er stærsta hofið í Henanhéraði.
15
km í suðaustri er elzta *stjörnuathugunarstöð landsins frá
Yuantímanum (13./14. öld). |