Miðkínverska
héraðið Shensi nær til Gulafljóts í austri og Chinlingfjöllum í
suðri og nær yfir stór löss- eða framburðarsvæði.
Í árdal Wei Ho, sem hefur vestur/austur stefnu, voru fyrstu ríki
Kína stofnuð.
Mismunandi loftslag ræður landbúnaðarframleiðslunni.
Í suðurhlutanum eru ræktuð hrísgrjón, korn, baðmull, te
o.fl.
Í norðurhlutanum (moldrok frá Ordoseyðimörkinni algeng) aðallega
hirsi.
Miklar birgðir kola, salts og jarðolíu eru í jörðu og eru nýttar.
Gamla
borgin
Xian
(Xi'an,
Sian, Hsian; 2,5 millj. íb.; vefnaðariðnaður), höfuðborg Shensi-
(Shaanxi)héraðs, er í u.þ.b. 900 km loftlínu suðvestan Beijing á
skjólsælli Guanzhong-sléttunni (hveiti, baðmull), frjósömu dal Wei
Ho, skammt vestan ármótanna við Gulafljót.
Weidalurinn er sögulega mikilvægasti staður Kína eins og fjöldi
fornleifafunda í gröfunum þar sannar glöggt.
Ellefu
höfðingjaættir völdu borgina (Changan = Borgin eilífa) sem höfuðaðsetur
sitt.
Á Tangtímanum (7.-9.öld) var borgin upphafsstaður Silkileiðarinnar
og ein auðugasta borg veraldar með vel á aðra milljón íbúa.
Hún var miðstöð viðskipta við Mið-Asíu, Evrópu og Afríku.
Myntir frá öllum þessum heimshornum hafa fundizt þar.
Fall Tangættarinnar olli hnignun og borgin fór ekki að ná sér
á strik aftur fyrr en á 20. öld.
Árið 1936 neyddi Zhang Xuehiang, marskálkur, Tshiang Kai-shek
til samstarfs með kommúnistum gegn Japönum ('Atvikið í Xian').
Skipulag
borgarinnar er mjög reglulegt.
Hinn 11 km langi *borgarmúr með 4 hliðum frá Qing-tímanum er
stendur óskemmdur í kringum miðbæinn.
Borgarmörkin voru langtum utar á Tangtímanum og hluti þeirra
múra er enn þá sýnilegur.
Skammt
frá miðbænum eru stóri Bjölluturninn
og Trumbuturninn
(forngripaverzlun), báðir frá Mingtímanum (14.öld).
Sunnan
miðbæjarins, nærri múrnum, er Shaanxihéraðssafnið
í fyrrum Konfúsíusarhofi.
Þar er að finna handrit með langri sögu borgarinnar og hinn
svonefndi súlnaskógur Xian, sem er safn steintaflna (1095) með textum
klassískra, kínverskra bókmennta frá Han- til Tangtímans.
Garðar
hinna ýmsu hofa frá Ming- eða Qingtímanum eru áhugaverðir.
Í
suðurborginni, utan borgarmúranna, er þrettán hæða pagódan
*Xiaoyan Ta (Litla villigæsapagódan frá 706).
Suðaustar, u.þ.b. 8 km utan borgarinnar, er önnur pagóda
*Dayan
Ta (Stóra villigæsapagódan), tákn Xian.
Hún var upprunalega byggð sem klaustur árið 652.
Á Qing-tímanum voru reistar minni byggingar á sama grunni og síðar
stærri og mikið breyttar.
Grunnur aðalpagódunnar er ferningur og frá sjöundu hæð
hennar er gott útsýni.
Í
norðvesturhlutanum er moskan Qingzhen
Si, sem var byggð í kínverskum Ming-stíl.
Við
þorpið
Banpo,
7 km austan Xian, hefur verið grafin upp byggð fólks af
Yangshao-menningarstiginu á nýsteinöld.
Safnið, sem stendur þar, sýnir ýmsa forngripi, s.s. leirmuni
og steinverkfæri.
Þrjátíu
km austan Xian, 5 km handan
Lintong,
er hinn 47 m hái haugur fyrsta 'keisara Kína, Quin Shiluang Di
(259-210 f.Kr.), sem hefur verið þjóðarminnisvarði síðan 1961.
Árið 1974 var borað eftir vatni skammt austan óhreyfðs
haugsins og þá uppgötvaðist *Terrakottaherinn.
Þetta eru rúmlega 7000 styttur úr leir í líkamsstærð,
hermenn, hestar og vagnar, sem voru ætlaðar til verndar hinum óttaslegna
keisara.
Þetta var merkilegasti fornleifafundur í Kína á vorum dögum
(bannað að taka myndir).
Í safninu í Xianyang, 20 km norðvestan Xian, eru 3000 leirstyttur úr Hangröf
til viðbótar.
Rúmlega
55 km austan Xian, við rætur Li
Shan-fjalls
(1200m), eru 43°C heitar laugar,
Huaqing
Chi, á svæði með hallarbyggingum.
Tangkeisarinn Suanzong vandi þangað komur sínar með hjákonu
sinni, Yang Guifei.
Þarna var Tshiang Kai-shek tekin fastur, þegar Xian-atvikið átti
sér stað.
Rúmlega
100 km norðvestan Xian er
Liang
Shanfjall,
þar sem er stórt grafasvæði Tangkeisaranna og fjölskyldna þeirra.
Í
norðurhluta Shaanxi-héraði er borgin
Yanan
á frjósömu lösssvæði.
Maó staldraði þar við ásamt fylgismönnum sínum eftir gönguna
miklu árið 1935 og skipulagði herinn, sem lagði að lokum allt landið
undir sig.
Borgin er mikilvægasti minningarstaður byltingar kommúnista.
Í bók sinni Rauð stjarna yfir Kína'lýsir Edgar Snow Yanan fjórða
áratugarins.
Miðleiðis
frá Xian til Yanan er Huangling,
þar sem gröf hins dularfulla Gula keisara er að finna. |