Innri-Mongólía
hefur verið sjálfstjórnarhérað síðan 1947.
Þar búa u.þ.b. 20 milljónir manna en þar af eru aðeins 10%
mongólar. Landið er
risastórt, breitt og langt, nyrzt í Kínverska alþýðulýðveldinu.
Landamærin til suðurs ráðast að mestu af Kínverska múrnum
og í norðri liggja þau að alþýðulýðveldinu Ytri-Mongólíu.
Þegar
á tímum kínversku Mandshukeisaranna var lögð áherzla á flutning kínverja
til búsetu í Innri-Mongólíu. Japanar
lögðu landið undir sig árið 1931 en það komst afur undir kínversk
yfirráð eftir síðari heimsstyrjöldina.
Stór
hluti landsins er steppur og eyðimerkur (Góbí með fyrstu eldflaugastöðinni,
Ordos). Helmingur landsins
er beitiland (sauðfé og geitur).
Dalur Gulafljóts (Hwangho, Huang He) er frjósamur og þar
stunda aðallega aðfluttir kínverjar landbúnað.
Í Mongólíu ríkir hreint meginlandsloftslag með ísköldum
vetrum. Heitustu og úrkomusömustu
mánuðirnir eru júlí og ágúst.
Mongólsk
matreiðsla byggist aðallega á kindakjöti.
Kássa úr kindakjöti (Shuayangrou) er vinsæll réttur í öllu
Kínaveldi.
Hohhot (Hohehot,
Huhehot; mongólska = Bláa borgin), höfuðborg Innri-Mongólíu, er í
400 km fjarlægð í loftlínu vnv. Beijing við jaðar mongólska
graslandsins, mikilvægasta kvikfjárræktarsvæðis Kína.
Skoðunarverðustu staðir borgarinnar eru: Gamli miðbærinn með mosku og Trumbuturni, Mongólska þjóðminjasafnið,
Fimmpagóduhofið Wuta Si (18.öld), lamahofið Xilitu Zhao (frá Qing-tímanum)
og hin rúmlega 40 m háa pagóda Wanbu Huayanjing (u.þ.b. 1000).
Tæplega
10 km sunnan og utan borgar er
haugur
Wang Zhaojun, hjákonu eins Hankeisaranna, sem komst á spjöld sögunnar
vegna þess að hún var þvinguð til hjónabands við einn hinna húnversku
sigurvegara árið 33 f.Kr.
Það er
gott að nota Hohhot sem áningarstað, sé ætlunin að heimsækja
kvikfjárræktarsvæðin í Da
Mao. Oftast er gist í
hirðingjatjöldum og hægt er að fylgjast með hirðingu kameldýra,
hesta, nautgripa, geita og sauðfjár eða skrautlegum reiðlistum.
Uppi í
sveit rekst fólk við og við á lamaklaustur, sem eru í örgustu
vanhirðu.
Baotou (Pautou,
Paotow, 1,5 millj. íb.) er mikilvægasta iðnaðarborgin (stálver) í
Innri-Mongólíu. Hún er
150 km vestan Hohhot í 1700 m hæð yfir sjó.
Í grennd við hana er grafhýsi Dshingis Kahn (†1227).
Duolun (Tolun) er 430 km norðaustan
Hohhot og 270 km norðan Beijing. Bezt
er að komast þangað landleiðina frá Chengde.
Borgin er álitin vera fyrirmyndin að 'Xanadu', hinum dularfulla
bústað mongólafurstans Kublai Khan (barnabarns Dshingis Khan), sem
sigraði Sungættina árið 1229 og Yuanættin (til 1368) stofnaði. |