Rúmlega
500 km í loftlínu vestan Konton er iðnaðarborgin
Nanning (500þ.íb.) í frjósömu landbúnaðarhéraði (sykurreyr,
hrísgrjón) við járnbrautina til Vietnam.
Hún er höfuðborg sjálfstjórnarhéraðsins Guangxi (Kwangsi),
þar sem Zhuang-kínverjar búa.
Borgin varð illa úti í menningarbyltingunni síðla á sjöunda
áratugi 20. aldar.
Héraðssafnið,
Stofnun þjóðarbrotanna, Grasagarðurinn (hollustujurtir) o.fl. staðir
eru skoðunarverðir.
borgin er þekkt fyrir óperuna og leikbrúðuhefð sína.
Hvert sumar eru haldnar róðrarkeppnir í drekabátum á Yong
Jiang-fljóti, sem Mao Tseötung synti yfir árið 1958 og myndir
birtust af í heimspressunni.
Þorpið
Yiling, 20 km norðvestan
Nanning, er þekkt fyrir allt að 45 m djúpa dropasteinahella, sem eru
upplýstir í mörgum litum.
Þessir hellar voru skjól íbúanna á stríðstímum, einkum á
meðan Japanar hersátu landið.
Gönguleiðin um hellana er 1 km löng og það tekur 1-1½ klst.
að skoða þá með hléi á miðri leið (hlý föt).
Gamla
borgin
Guilin
(Kweilin; 300.000 íb.) er 350 km (loftlína) norð-austan Nanning.
Hún stendur á vesturbakka árinnar Li (Li Jiang).
Gestir sækja þangað helzt vegna hins töfrandi **landslags.
Óteljandi furðuklettar og karsttindar rísa stakir upp úr grænu
og gráu ævintýralandslagi.
Þeir hafa öldum saman laðað að sér listamenn og skipað þessu
landsvæði meðal hinna allrafegurstu í Kína.
Í karstmyndununum er fjöldi stórkostlegra dropasteina-hella.
Bezt er að skoða þessi undur í skoðunarferðum með rútum eða
fara í *bátsferð niður Li Jiang til Yangshuo (80 km).
Kommúnistar
lögðu hana undir sig síðasta allra borga á meginlandi Kína árið
1949 og hún varð illa úti vegna ýmissa afbrota í
menningarbyltingunni.
Skoðunarverðir staðir í borginni sjálfri eru Vötnin Rong Hu
(Banyanvatn) og Song Hu (Furuvatn), Sjöstjörnugarðurinn Qizing
Gongyuan, Fílsrana-fjall (Xiang Bi Shan), Kamelfjall (Luo Tuo Shan) og
fallegi dropasteinahellir-inn Ludi Yan (Rörflautuhellir).
Mörg hús í hefðbundnum kínverskum stíl prýða borgina, þ.á.m.
elliheimili fyrir grænmetisætur Göngunnar löngu.
Við þröngar hliðargötur aðalgatnanna eru alls konar
steinmyndanir og handmálaðar sólhlífar falboðnar. |