Norðaustur Kína,
Flag of China


KÍNA
NORÐAUSTURHLUTINN
LIAONING-JILIN-HEILONGJIANG

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Héruðin í Norðaustur-Kína eru lítt áhugaverð fyrir ferðamenn nema þá fýsi að skoða iðnaðarsvæði.  Japanar stofnuðu þarna smáríkið Manchukuo eftir að þeir lögðu Mandsjúríu undir sig á árunum 1931-32 og lögðu grunn að núverandi iðnaði á næstu árum á eftir.  Þeir lögðu járnbrautir og byggðu stóru járn- og stálverksmiðjurnar í Shenyang (Mukden) og Anshan.  Stórstígar framfarir eftir síðari heimsstyrjöldina eru ekki sízt að þakka tæknilegri aðstoð Sovjetríkjanna fram til ársins 1960.  Umhverfi stórborganna héldu sveitasvip sínum.  Þar er aðallega ræktaður maís og vínviður.  Á veturna er mjög kalt.

Shenyang
(Mukden á mandsjúrísku; 4,5 millj. íb.) er höfuðborg Liaoninghéraðs.  Hún er í 650 km norðaustan Beijing í loftlínu.  Á 12. öld var hún nyrzta höfuðborg Jin-Tarara.  Síðar lögðu Mandsjúrar upp frá Shenyang í herför þá, sem leiddi til falls Mingættarinnar.  Í kjarna miðborgarinnar er enn þá hin hrörlega, Forboðna Mandshu-borg (Gugong).  Aðalgröf keisaranna, Beiling (Norðurgrafhýsið) er 7 km norðan borgarinnar.

Fushun (1 millj. íb.) er kolanámuborg rétt austan við Shenyang.

Lüda (Lüta; 5 millj. íb.) er á syðsta hluta Liaodong-skagans.  Hún varð til úr borgunum Lüshun (áður Port Arthur; nú sem fyrr mikilvæg flotastöð og því að mestu lokuð almenningi) og Dalian (eimreiðasmíði), sem runnu saman.

Changchun (Tshangtschun; 1,5 millj. íb.) er höfuðborg Jilin-héraðs 860 km na. Beijing í loftlínu.  Þar er einhverjar stærstu bílaverksmiðjur Kína.

Harbin (2,5 millj. íb.) er höfuðborg Heilongjiang-héraðs (Heilungkiang) u.þ.b. 1100 km na Beijing í loftlínu.  Hún er mikilvægasta samgöngumiðstöð Norður-Mandsjúríu.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM