Hong Kong Hongkong Kína,
Flag of Hong Kong

Flag of China

Skoðunarvert Almennt um Hongkong Afþreying og uppákomur Meira

HONGKONG
KÍNA

Map of Hong Kong
.

.

Utanríkisrnt.

 

Hongkong er í Austur-Asíu við mynni Perluár, sem fellur í Suður-Kína-haf.  Nágrannaríki þess er Kína.  Heildarflatarmálið er 1045 km², sem skiptist á milli Hongkongeyju 76 km², Kowloonskaga 10 km² og New Territories 959 km².

Hongkong var brezk krúnunýlenda (1842-1997).  Kowloon-höfði varð brezkur árið 1860 og New Territories árið 1898.  Þá var gerður samingur við Kína um yfirráð Breta til 99 ára.  Í Hongkong ríkir ráðgjafaráð og framkvæmdaráð.  Ríkisstjóri Breta er æðsti ráðamaður.  Samkvæmt samningi milli Breta og kínverja frá 1984 tóku kínverjum við yfirráðum árið 1997.  Honkong er skipt í þrjú stjórnsýslusvæði, sem síðan skiptast í 18 hreppa.


Landslagið er hæðóttar klettaeyjar og höfðar með mjóum strandlengjum  Milli Hongkong og Kowloon er Viktoríuhöfn.

Loftslagið.  Hitabeltisloftslag með rökum sumrum og þurrum vetrum.  Á sumrin eru fellibyljir tíðir.

Íbúarnir eru langflestir kínverjar (98%).  Þar eru líka Bretar, Indverjar, Bandaríkjamenn, Japanar og fleiri útlendingar.  Heildaríbúafjöldi er í nánd við 5,3 milljónir (5008 íb. á hvern km²).  Íbúafjölgun er u.þ.b. 2% á ári og lífslíkur eru 74 ár.  Ólæsi er 10%.  Vinnuafl er 2,5 milljónir.  Flestir starfa við iðnað og þjónustu.

Trúarbrögðin eru:  Búddatrú, taoismi, konfúsiusismi og kristni.

Tungumál:  Kínverska er opinbert mál (Kantónska; síðan 1974) en enska er töluð alls staðar.

Höfuðborgin er Viktoría (Miðborgin) með 600þ. íb. og útborgir með rúmlega 1 milljón íbúa.  Næststærsta borgin er Kowloon með 1,5 milljónir íbúa og síðan Nýja-Kowloon með 700þ. íb.

Hagnýtar upplýsingar
Heimilisfang utan Hongkong
Hong Kong Tourist Association, Wiesenau 1, D-6000 Frankfurt am Main, Deutschland.  Sími 72 28 41.

Heimilisföng í Hongkong
Hong Kong Tourist Association, 35th Floor, Connaught Centre, Connaught Road, Centran Hong Kong.
Upplýsingaskrifstofa í flugstöð Kai Tak (aðeins fyrir komufarþega) og við Star Ferry Concourse, Kowloon.
Símaupplýsingar á skrifstofutíma í síma 367 11 11.

Landsnúmer Hongkong:  852.

Vegabréf Gilt vegabréf þarf að vera í farteskinu en áritun er óþörf fyrir Íslendinga til a.m.k. eins mánaðar dvalar.  Oftast er krafizt framvísunar farseðla til áframhaldandi ferðar.  Bólusetninga ekki krafizt, nema fólk komi frá heimshlutum, þar sem farsóttir eru landlægar.  Ýmsar reglur breytast með stuttum fyrirvara, þannig að ráðlegt er að kynna sér málin skömmu fyrir brottför frá heimalandi.  Flugvallarskattur er innheimtur.  Fólk ætti alltaf að bera á sér skilríki með mynd (t.d. vegabréf), einkum í New Territories.  Ökuskírteini frá heimalandi ferðamanna duga til að leigja sér bíl.

Tollfrjáls innflutningur ferðamanna er:  200 vindlingar eða 50 vindlar og 250 g af tóbaki, 1 lítri brennt vín, ilmvötn til eigin nota og persónulegir munir til eigin nota, s.s. nauðsynleg lyf.

Ath.:  Vinstri umferð.

Gjaldeyrir: Peningar Hongkong heita "Hongkong dollarar" (HK$).  Einn HK$ er 100 cent (c).  Seðlar eru:  HK$ 10, 50, 100 og 500.  Myntir eru:  HK$ 5, 10, 20 og 50 (20 og 50 með öldóttri brún) og HK$ 5, sem tíköntuð.

Engin takmörk eru á innflutningi erlends gjaldmiðils.  Gæta verður að skilmálum peningamiðlara, þegar gjaldeyri er skipt.  Þótt gengi virðist hagstætt krefjast margir 7% þóknunar og þá er hagnaðurinn horfinn og vel það.  Þurfi fólk að skipta HK$ í US$ við brottför, þarf að gæta þess að halda nægum HK$ eftir til að greiða flugvallarskattinn.

Kreditkort:  American Express, BankAmericard (Visa), Carte Blanche, Diners Club, MasterCard (Eurocard).

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM