Hongkong meira Kína,
Flag of Hong Kong

Flag of China

AFÞREYING SKOÐUNARVERT ALMENNT um HONGKONG

HONGKONG
MEIRA

Map of Hong Kong
.

.

Utanríkisrnt.

RÆÐISMENN

 

Samgöngutæki Vegakerfið í Hongkong er u.þ.b. 1300 km langt og umferðin gífurleg.  Eina hraðbraut nýlendunnar var opnuð nýlega.  Hún er 8,2 km löng og er á norðurströnd Hongkongeyju.

Leigubílar eru þægilegasta samgöngutækið, hvort sem aka þarf til eða frá flugvellinum eða að fara í skoðunarferðir eða í miðbæinn.  Flestir leigubílar eru með gjaldmæli og ráðlegt er að ganga úr skugga um, að hann sé á byrjunarreit, þegar haldið er af stað.  Bílstjórarnir kunna langflestir næga ensku til að skilja farþegana.  Ætli fólk að aka til staða, sem eru ekki vel þekktir, er bezt að framvísa heimilisfanginu skriflega á kínversku.  Það er erfitt að fá leigubíla á mesta annatíma, í slæmu veðri og þá daga, sem veðreiðar eru (miðvikudaga og laugardaga frá september til maí).  Leigubílar standa báðum megin hafnarinnar, við Star Ferry Piers og víðar.  Það getur verið erfitt að fá leigubíla til að stanza á aðalgötunum, sé þeim veifað, því að víðast hvar í mið-borginni er bannað að stanza, nema á fáum, ákveðnum stöðum.  Sé ekið í gegnum Cross Harbour-göngin, hækkar fargjaldið sem nemur gangatollinum.

MTR (Mass Transit Railway) er 26 km langt neðanjarðarkerfi á milli Hongkong-eyju og Tsuen Wan í New Territories.  Lestin ekur frá Central District um Admiralty og hafnarhverfið til Tsim Sha Tsui og Mong Kok.  Við Prince Edward Road kvíslast kerfið annars vegar til Tsuen Wan í vestri og hins vegar til Kwun Tong austan Kowloon.  Vagnarnir eru búnir loftkælingu.  Bezt er að hafa tilbúna smápeninga til að kaupa farmiða í sjálfsölunum.

Rútur aka á 20 mín. fresti frá flugvellinum Kai Tak til Hongkong-eyju.  Flest stóru hótelin eru með eigin skutluþjónustu fyrir gesti.  Eitt strætisvagna-fyrirtæki annast alla þjónustu í nýlendunni.  Á háannatíma eru vagnarnir troð-fullir en eru samt sem áður þægileg samgöngutæki.  Upplýsingar um ferðir vagnanna fást hjá Hong Kong Tourist Association.  Vagnstjórarnir tala flestir litla eða enga ensku.  Enn þá eru nokkrir tveggja hæða strætisvagnar í gangi.  Fargjaldið er sett í bauka hjá vagnstjórunum.

Smárútur eða stórir leigubílar (Minibus, Maxicab) eru þægilegir og komast greiðar leiðar sinnar en rúturnar og eru tilbreyting frá leigubílunum.  Endastöðvar og fjargjald er uppgefið fremst hjá bílstjórunum.  Þessir bílar eru gulir með rauðum línum).  Smárúturnar með grænu línunum eru e.t.v. áhuga-verðastar.  Þær aka frá austurhlið ráðhússins til Viktoríugarðsins.

Sporvagnar.  Gamlir og skemmtilegir tveggja hæða sporvagnar aka frá Kennedy Town (West Point) um Central District til Causeway Bay, North Bay og austur til Shau Kei Wan.  Hliðarspor liggur inn í land til Happy Valley.  Af efri hæðinni er gott að fylgjast með iðandi götulífinu.  Á háannatíma eru spor-vagnarnir líka troðfullir.

Victoria Peak Tram er strengjabraut, sem fer frá Garden Road upp á Viktoríutind (sunnan Hongkongborgar) á 8 mínútum.

Riksja, farþegaþríhjólin, eru einungis á ferðinni í miðbæ Hongkong og Kowloon.  Ferðamenn nota þau helzt sem myndefni.  Bezt er að ganga frá verði fyrirfram í HK$ og prútta stíft.  Oft halda eklarnir því fram í ferðalok, að samið hafi verið um verðið í US$, sem er u.þ.b. áttfalt verð í HK$.

Járnbraut.  Það er bara eitt brautarspor í nýlendunni á milli Kowloon (Hung Hom-stöðin) og markaðsins Sheung Shui í New Territories, rétt við kínversku landamærin.  Á leiðinni eru átta brautarstöðvar, Ho Man Tin, Mong Kok, Sha Tin, háskólinn, Tai Po Market, Fanling og Sheung Shui.  Á sunnu-dögum og frídögum eru lestirnar svo troðnar, að ferðamönnum fallast hendur.  Vögunum 'Kowloon-Canton Railway Corportation' er skipt í fyrsta og annað farrými.

Ferjur.  Stjörnuferjan (Star Ferry) er þekktust.  Hún siglir á milli Hong-kong og Kowloon á fimm mínútna fresti.  Þá eru Hongkongferjan og Yaumati-ferjan, sem siglir um hafnarsvæðið og fjarlægari staða.  Brottfararstaðir þeirra eru bryggjurnar í miðborg Hongkong, u.þ.b. 400 m vestan Stjörnuferjunnar, Wan Chai, North Point og Shau Kei Wan.  Þær sigla til ýmissa staða í Kowloon og New Territorries, s.s. Yaumati, Sham Shui Po, Hung Hom, Kwun Tong, Tuen Mun og Tsing Yi.  Ferjurnar, sem sigla til fjarlægari staða, fara frá bryggju, sem er 500 m vestan bryggju Stjörnu-ferjunnar.  Þær sigla m.a. til eyjanna Lantau, Lamma og Ceung Chau.

Það er skemmtilegt að sigla með ferjunum utan háannatímans, þegar fjöldi farþega er mestur.  Þær sigla til kl. 22:00 eða 23:30

Eftir myrkur sigla litlir bátar, sem eru kallaðir 'Wallah - Wallah', um höfnina.  Þeir koma sér vel fyrir fólk, sem þarf að komast til skipa sinna eftir að áætlun Stjörnuferjunnar er lokið.  Eftir að MTR (lestirnar) og Cross Harbour-göngin voru tekin í notkun, eru þeir minna notaðir.

Bílaleigur.  Þótt margar bílaleigur sé að finna í Hongkong, er ekki hægt að mæla með því að ferðamenn nýti sér þær.  Göturnar í Hongkong eru ein-faldlega svo troðfullar af farartækjum.  Fólk, sem dvelur í New Territories, ætti að leigja sér bíl með fleira fólki til að fjölga ökutækjum í umferð ekki um of.

Nokkrar bílaleigur:  Avis, 85 Leighton Road, Bonaventure House, Causeway Bay (Hongkong) og Wuhu Car Park Building, Dock Street, Hung Hom (Kowloon); Hertz, 102 Cayton House, 1 Duddell Street (Hongkong).  Þar að auki eru margar minni bílaleigur.

Skipulagðar skoðunarferðir
Fjöldi ferðaskrifstofa býður fjölbreyttar skoðunarferðir.  Þeir, sem stoppa stutt í Hongkong, fara gjarnan í hálfsdags bæjarferðir með heimsókn á Viktoríutind og hafnarsvæðið, hálfsdagsferðir um New Territories að landamærum Kína og ýmsar ferðir um hafnarsvæðið.

Ferðir til Kína annast China Tour Centre, 614 New World Centre og í Imperial-, Regal Méridien- og Harbour View hótelunum.

Gray Line Tours of Hong Kong, 501 Cheong Hing Building, 72 Nathan Road, Kowloon, Hong Kong, sími 3 6871 11 annast vel skipulagðar ferðir til í Hongkong, til Kína og Macao.

Ferjur og skíðabátar sigla frá Macao Terminal til Macao.

Þyrluflug yfir höfnina, borgina og New Territories, allt að kínversku landamærunum, annast Heliservices.  Upplýsingar og bókanir hjá Hong Kong Tourist Association.

Matur og drykkur Hvergi í heiminum er fjölbreyttara framboð af kínverskum gæðamat en í Hongkong.  Auk óteljandi, bragðgóðra kantónískra rétta, bjóða veitingahúsin rétti frá öðrum hlutum Kína.  Kínversk máltíð er miklu ódýrari en sambærileg vestræn máltíð.

Uppistaðan í kantónískum mat er hrísgrjón, hænsnakjöt, svínakjöt, fiskur og aðrar sjávarafurðir.  Réttirnir eru tíðast safaríkir fremur en þurrir vegna þess að hráefnið er ferskt og margt, sem er borið fram með þeim, er nýnæmi fyrir Evrópubúa og virðist jafnvel ólystugt við fyrstu sýn.

Það er "hættulítið" að bragða krabba með grænmeti og steiktum hrís-grjónum með eggjum - svínakjöti með rækjum - ofnsteiktum kjúklingi - hákarlaugga- eða sveppasúpu með kínversku ediki til að gera lyktina ljúf-fengari.  Sumum er ekkert um að smakka á 'andalöppum', 'sjóbjúgum' eða 'hundakjöti', sem er reyndar bannað í Hongkong en er á boðstólnum í Macao.

Brauð og gufusoðin eða steikt hrísgrjón eru borin fram með réttunum.  Súpa er oftast eftirréttur.  Aðalkrydd eru sojasósa, edik og sílisósa.  Venjulega er te drukkið með matnum en flest veitingahús selja líka bjór, vín og annað áfengi.

Í Hongkong er tedrykkja (Yum Xha) vinsæl.  Þá er drukkið mikið te og smáréttir (Dim Sum) borðaðir með.  Á 'Dim Sum'-veitingastöðunum bjóða þjónar heitt og kalt lostæti, sem fellur vel að smekk Evrópubúa, s.s. vorrúllur (Chun Gun), grillaðar svínarbollur (Cha Siu Bao), krabbabita (Ha Gau) og svínakjöt (Siu Mai).  Meðal eftirrétta, sem er gaman að smakka, eru soðnar vatnakastaníuhnetur (Ma Tai Go) eða sætan hrísgrjónabúðing (Sai Mai Bbo Din).

Það er fjöldi 'Dim Sum'-veitingahúsa á miðri Hongkong-eyju auk ráð-hússveitingahússins (Edingurgh Place) og Blue Heaven Restaurant (38 Queen's Road, Central District).

VerzlunarleiðangurÞótt Hongkong sé með réttu kölluð verzlunarparadís Asíu, er alls ekki rétt að ganga út frá því sem vísu, að verð sé lægra en annars staða í öllum tilfellum.  Frjáls samkeppni, fjöldi ferðamanna alls staðar að og allir fjármun-irnir, sem skipta um hendur, valda oft uppsprengdu verðlagi.  Kaupmennirnir bjóða oft varning sinn á háu verði í fyrstu og lækka það síðan í réttu hlutfalli við dugnað kaupandans við að prútta.  Gott ráð fyrir fólk, sem er margt saman, er að koma hvert á eftir öðru til sama kaupmannsins og prútta stöðugt og fara, ef árangur næst ekki og láta þann næsta taka við þar til verðið er orðið skikkanlegt.  Yfirleitt er verðlag a.m.k. 25% hærra en hægt er að kaupa vöruna á.   Óprúttnir kaupmenn selja mikið af óekta vörum, s.s. 'svissnesk' úr í upprunalegum húsum með úrverki framleiddu í Hongkong, klukkur, mynda-vélar, hljómflutningstæki og þess háttar.  Slíkar vörur ætti aðeins að kaupa í sérverzlunum, sem hafa sérstök verzlunarleyfi.  Þá verður að krefjast ábyrgðarskírteina, sem eru gilda líka í heimalandi kaupandans.

Jafnvel verzlanir, sem bera merki Ferðamálaráðs Hongkong, eru ekki vammlausar.  Þar ætti fólk líka að prútta til að komast að viðunandi kjörum.

Ferðamenn sækjast einkum eftir borðdúkum, útsaumsvörum, silki, rósasilki, tinvörum, koparvörum, skartgripum, jaðe, fílabeini, kamfórutréskistlum, ábreiðum, teppum, húsgögnum, rattanvörum, postulíni og keramík, asískum listvefnaði, klukkum og úrum, myndavélum, vídeó- og elektrónískum tækjum.

Klæðskerarnir í Hongkong eru þekktir fyrir hæfni sína og afgreiðslu-hraða.  Sé þörf á, geta þeir afgreitt hvað sem er á 48 klst., en beztur árangur næst, ef þeir fá viku til verksins.  Verðlag á klæðskerasaumuðum fatnaði er ekki eins hagstætt núna eins og það var fyrir nokkrum árum.  Vilji kvenfólk fá vandaðan fatnað í góðum verzlunum, má reikna með nokkurra vikna afgreiðslutíma.  Tilbúinn fatnaður er mun hagstæðari.  Einnig er gott verð á pelsum.  Skór eru smíðaðir eftir máli, ef ekki finnast rétt tilbúin númer fyrir stórfætta Evrópubúa.

Aðalverzlunarhverfið er báðum megin við Stjörnuferjubryggjurnar í Hongkong og Kowloon.  Á Hongkong-eyju er það Connaught Road, Des Væux Road, Queen's Road og göturnar á milli þeirra.  Þar er búð við búð, fjöldi veitingastaða og skrifstofa.  Góðar verzlanir eru líka í stórmörkuðunum (t.d. Prince's).  Verzlanir með kínverskar vörur eru við Wyndham Street, D'Aguilar Street og Wellington Street.

Hin síðari ár hefur Causeway Bay-hverfið orðið æ vinsælla meðal innkaupafúsra ferðamanna.  Það er á milli hótelanna Plaza, Excelsion og Lee Gardens.  Þar eru margar japanskar stórverzlanir (Daimaru, Mitsukoshi, Matsuzakaya).  Ýmsar verzlanir með elektrónísk tæki og góð og hagstæð veitingahús.

Í Kowloon eru aðalverzlunarhverfin 'Tsim Sha Tsui' og við Nathan Road við höfnina, þar sem austur-vestur göturnar eru girtar verzlunum, veitingahúsum og börum.  Við norðanverða Nathan Road, í fyrrum kínahverfi, í Yaumati (vestan Nathan Road og norðan Jordan Road) og Mong Kok (báðum megin Nathan Road, norðan Waterloo Road), eru að vísu fleiri verzlanir, en þar er hætta á tungumálaerfiðleikum.

Í 'Ocean Terminal' við bryggjuna, þar sem skemmtiferðaskipin leggja að, eru mörg hundruð verzlana af öllum gerðum.  Það sakar ekki að kíkja á þær.  Við hliðina á þeim er 'Ocean Centre', stórverzlunin.  Þá kemur 'Harbour City' með fjölda verzlana.

Kínversku vöruhúsin báðum megin hafnarinnar eru ný viðbót við verzlanaflóru Hongkong.  Þau rekur Alþýðulýðveldið Kína.  Þau bjóða mikið úrval af alls konar vörum, allt frá kínverskum listmunum til heimilistækja og áhalda.  Þar þýðir ekki að prútta, því að verðið er fast.  Þekktust þessara vöruhúsa er Chinese Arts and Crafts (Windham Street, Central Hongkong, og Salisbury Road, Kowloon) og Yue Hwa (Kowloon) og Ching Kiu (Sai Yeung Choi Street, Mong Kok, Kowloon).

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM