HONGKONGEYJA.
Bezta
útsýnið yfir Hongkong fæst frá *Viktoríutindi í 554 m hæð yfir
sjó, sem er hæsti staður á Hongkongeyju.
Strengbrautarstöðin 'Victoria Peak Tramway' er í 379 m hæð.
Ferðin tekur u.þ.b. 8 mínútur frá dalstöðinni við
Murray-bygginguna bak við Hilton hótelið við Garden Road í Centra
District. Strengbrautin
hefur verið rekin óhappalaust síða 1888 og er meðal elztu og öruggustu
samgöngutækja nýlendunnar. Jafnvægisþungi
beggja vagnanna er nýttur til orkusparnaðar, annar er á uppleið, þegar
hinn er á niðurleið.
Þar
eð vagninn, sem er á uppleið er tíðast troðfullur, er fólki ráðlagt
að aka upp í leigubílum en fara niður með strengvagninum, því að
færra fólk fer niður þá leiðina.
Í sporöskulöguðum toppturninum eru tvö veitingahús, kaffitería,
verzlanir og útsýnisverönd með frábæru *útsýni yfir Viktoríu
(Central District), höfnina, Kowloon og fjöllin í New
Territories.
Í góðu skyggni
er ráðlegt að ganga hringinn á toppnum (1 klst.).
Til suðurs og suðvesturs sést yfir alla Hongkongeyju og ytri
eyjarnar. Það er
ógleymanlegt að fylgjast með sólsetrinu af tindinum og vinsælt meðal
ljósmyndara, sem hafa náð verðlauna-myndum af ljósadýrðinni í
Hongkong, þegar myrkrið skellur á.
Það borgar sig líka að ganga upp í 'Victoria Peak-garðinn', sem er í
suðurhlíðunum.
Fyrrum bjuggu
einungis útlendingar á Victoria Peaksvæðinu.
Kínverjum var ekki leyft að búa þar fyrr en eftir síðari
heimsstyrjöldina. Fjallið er oftast hulið mistri á vorin og þá getur verið
svalt á toppnum. Á sumrin
er svalandi og hressandi að komast upp úr hitamollunni í borginni.
Viktoríuhverfið, sem almennt er kallað Central District, er höfuðborg
nýlendunnar á norðanverðum miðhluta Hongkongeyju.
Þar standa allt að 66 hæða skýjakljúfar bankanna (m.a. *HK
Shanghai bankinn, 49 hæða) og verzlunarhús, sem hafa að mestu rutt
brott húsum frá fyrri tímum nýlendunnar. Lóðaverð er stjarnfræðilega hátt. Það er erfitt að gera sér í hugarlund, þegar umhverfi rúmra
torganna milli Mandarín- og Hilton hótelanna er skoðað, að þar hafi
staðið hvítkölkuð, fjögurra til fimm hæða íbúðarhús allt fram á
sjöunda áratug 19.aldar.
Byggingu mannvirkja og gosbrunna á 'Statue Square' var lokið árið
1966. Nú prýða nútíma háhýsi þennan borgarhluta og teygjast alla
leið meðfram höfninni, þar sem áður stóðu gömul verzlunarhús og
skrifstofubyggingar.
Síðustu minjar gamla nýlendutímans eru varðveittar í byggingu
hæstaréttar beint á móti stríðsminnismerkinu, gamla klúbbhúsi
liðsforingjanna (löng tveggja hæða bygging með veröndum austan Hilton
hótelsins), 'St. John's kirkjunni, sem var reist 1847-1849 (beint á
móti dalstöð strengbrautarinnar upp á Viktoríutind) og 'Government
House' við Upper Albert Road, bústaður brezku landstjóranna.
Sunnan landstjórabústaðsins eru dýra- og grasagarðarnir, sem Albay
Road skilur að. Þar
stunda kínverjar morgunleikfimi sína (skuggabox) eldsnemma á hverjum
degi.
Lúxushótelið Mandarín er líka meðal elztu bygginganna.
Við hliðina á því er Prince's-byggingin, skreytt
keramíklágmyndum. Þar eru góðar verzlanir.
Stórkostlegasta
húsið á þessu svæði er *The Landmark, fimm hæða hús, sem var bygg utan
um inngarð (1860 m²; gosbrunnur).
Þar eru u.þ.b. 100 verzlanir.
Þar eru frí skemmtiatriði flutt um hverja helgi.
Sé haldið
eftir Queen's Road í vesturátt verður svipur umhverfisins stöðugt
kínverskari. Til
suðvesturs greinast þröngar tröppugötur upp hlíðina.
Þar er fjöldi smáverzlana og útiverzlana með ótrúlegu vöruúrvali.
Ladder Street er sérstaklega falleg gata með fjölda
skranverzlana. Við Cat Street eru verzlanir, sem selja alls konar fágæta
muni.
Það borgar sig að skoða taóhofin tvö við Holliwood Road 124, *Man-Mo
og Lit-Shing-Kung.
Lengra til norðausturs, neðan Queen's Road, liggur Connaught Road
meðfram ferjubryggjunum.
Þessi gata byrjar við háhýsið Connaught Centre (Upplýsingaskrifstofa
ferðamálaráðsins (HKTA) á 35 hæð).
Norðaustan þess, handan götunnar, er aðalpósthúsið og útgáfufyrirtæki
ríkisins.
Þar er upplýs-ingaþjónusta ríkisins með bóksölu, þar sem hægt er
að velja úr miklu úrvali bóka og bæklinga um Hongkong.
Vestar, við Edinburg-torg (Queen's Pier við höfnina) er ráðhúsið.
Þar er, auk stjórnsýsluhúsnæðis, listamiðstöð (hljóm-leikasalur,
leikhús, sýningarsalir o.fl.).
Á 10. og 11. hæðum er Listasafn Hongkong, þar sem sýnd er kínversk
list (keramík, málmverk o.fl.) og forn-gripir.
Skammt sunnan ráðhússins er Flagstaff House við Cotton Tree
Drive. Það var byggt árið
1844 sem bústaður yfirmanns hersins.
Eftir endurbyggingu þess í 19.aldar stíl var komið þar fyrir
Tesafni með teborðbúnaði frá dögum 6. ættar fram til nútímans.
Vestan ráðhússins er Viktoríuhöfn, þar sem Stjörnuferjurnar leggjast
að og sigla til Kowloon og ýmissa eyja.
Frá Macao Terminal sigla ferjur og skíðabátar til portúgölsku
nýlendunnar Macao (1-3½ klst.).
Þar í grenndinni er litskrúðugur basar á hverju kvöldi - líka nefndur
'Næturklúbbur fátæka mannsins'.
Sölumenn breiða þar úr varningi sínum, dansandi kokkar fram-reiða
lostæti úr fersku sjávarfangi og þar leika sjónhverfingamenn, trúðar
og götutónlistarmenn listir sínar.
Það er líka gaman að ganga meðfram höfninni á daginn og fylgjast
með byrðum, bátum og djúnkum frá Kína (flestir frá Kanton) skipa vörum
sínum á land (matvæli, byggingarefni o.fl.).
Suðvestan hafnarinnar, fyrir ofan Connaught- og Queen's Road, liggur
Bonham Road í sömu átt og fleiri götur.
Þar er Hongkong-háskólinn.
Hið áhugaverða *Fung-Ping-Shan-safn var stofnað við skólann árið 1953.
Þar eru einkum munir úr leir og bronzi til sýnis. (94, Bonham Road).
Austan við Victoria (Central District) er hverfið Wan Chai (Wanchai),
þar sem skáldsögupersónan Suzie Wong átti heima (í Luk Kwok-hótelinu).
Þar er líka skemmtanahverfi, m.a. fyrir sjómenn.
Þar er allt iðandi í lífi undir ljósaskiltum verzlananna og glysi
baranna. Í Wan Chai eru
líka nokkur hof, 66 hæða bygging, Hopewell Centre og Listamiðstöðin
(leikhús).
Wan Chai teygir sig til austurs að Causeway Bay-hverfinu, sem varð
vinsælt innkaupa- og veitingahúsahverfi eftir opnun umferðarganganna
undir Viktoríuhöfnina til Kowloon (Cross Harbour Tunnel).
Í 'Typhoon Centre' (Fellibylsskjólinu; manngerð smábátahöfn) er
alltaf fjöldi lúxusbáta og lysti-sknekkja Konunglega
lystisnekkjuklúbbsins í Hongkong auk u.þ.b. 7500 báta og djúnka
bátafólksins.
Skammt sunnan klúbbhússins er World Trade Centre-húsið.
Enn austar eru hverfin North Point, Quarry Bay og Shau Kei Wan.
Ofan hinna nútímalegu íbúðarhverfa eru óásjáleg hreysi
fátæklinganna (Squatters).
Sunnan Wan Chai er Happy Valley-hverfið.
Þar eru mörg stór íþróttamannvirki, m.a. skeiðvöllur.
Fjórir grafreitir eru þögull vitnisburður um sögu þessa svæðis (1
parsískur (Saraþústra), 1 katólskur, 1 islamskur og 1 frá blandaður
frá nýlendutímanum). Þeir
eru við götuna bak við Konunglega knapaklúbbinn.
Svolítið suðaustar er 'Tiger Balm'-garðurinn (Tai Hang Road), þekktur
og umdeildur skemmtigarður, sem var gerður árið 1935 og nefndur eftir
mentóláburðinum 'Tiger Balm', sem Aw Boon Haw fann upp og blandaði.
Í þessum garði eru gipsstyttur af furðudýrum úr kínverskum
þjóðsögum. Þessi gipssmíði er á mörkum listar og hrákasmíði.
Þarna eru líka gervifjöll og hellar og sviðsmyndir af lífinu í
Kína fyrr á öldum. Tákn
garðsins er 50 m há pagóda.
Gamla fiskiþorpið Aberdeen (Chek Pai Wan) er á suðvesturströnd
Hongkongeyjar. Nálægt
20.000 manns búa í bátum og djúnkum í höfninni. Það lifir að mestu af sjósókn eða vinnur í
skipasmíðastöðvunum í næsta nágrenni.
Það er gaman að sigla þarna um í sampan og fylgjast með lífinu á
fiskmarkaðnum. Aberdeen
er þekkt fyrir fljótandi veitingahús.
Utan hafnarinnar er eyjan Ap Lei Chau (Andartunga), sem tengd er með
brú.
Þar er stórt orkuver.
Suðaustan Aberdeen teygist Shum Shui-skaginn í suðurátt.
Á enda hans er *Ocean Park, einhver stærsti sjávargarður heims.
Garðurinn er í tvennu lagi og tengdur með 1,4 km langri strengbraut.
Það tekur 7 mín. að komast úr neðri hlutanum upp í hinn efri.
Þar er 'Ocean Theatre', þar sem m.a. höfrungar og selir eru látnir
leika listir sínar og 'Wave Cove' (Ölduvíkin).
Vinsælasti staður garðsins er enn sem fyrr sædýrasafnið neðansjávar,
**Atoll Reef, þar sem hægt er að virða fyrir sér rúmlega 30.000
tegundir lifandi sjávardýra.
Nokkrar mismunandi góðar baðstrendur eru á vogskorinni
suðurströndinni.
Hinar beztu, við Deepwater Bay, Repulse Bay og South Bay
(einfaldari og rólegri), eru yfirleitt mjög fjölsóttar á sumrin.
Stanley-skaginn er syðsti hluti Hongkongeyjar.
Þar er aðalfangelsi nýlendunnar, sem Japanar notuðu líka sem slíkt á
stríðsárunum. Í
Stanley-bæ skoðar fólk gjarnan markaðinn (m.a. vefnaðarvörur).
Það er hægt að sóla sig á baðstrandarræmu við Stanley-víkina.
Tin-Hau-hofið er frá árinu 1767.
Þá er skemmtilegt að ganga sér til skemmtunar í norðurátt að
Tai-Tam-vatnsbólinu.
Við Austurströndina eru baðstrendur Big-Wave-víkurinnar (brimbretti)
og líka Shek Oaus-ströndin.
KOWLOON.
Kowloonskaginn, annað borgarstæði nýlendunnar, er norðan
Hongkongeyjar, handan hinnar breiðu Viktoríuhafnar.
Á milli þeirra, undir höfninni eru tvenn göng, MTR-járnbrautargöngin,
bílagöngin (Cross Harbour Tunnel) og unnið var að greftri hinna þriðju
árið 1987.
Á suðurenda skagans er hverfið Tsim Sha Tsui.
Á suðvesturhorninu er hafskipahöfnin, *Ocean Terminal, þar sem
farþegaskip leggjast að.
Þar er verzlanahverfi og Stjörnuferjubryggjan, þaðan sem er siglt til
Hongkongeyjar. Þarna eru
líka síðustu leifar fyrrum brautarstöðvar, klukkuturninn.
Strand-lengjan til austurs hefur verið stækkuð og breikkuð með
uppfyllingu. Þar hefur
verið komið fyrir menningarmiðstöð með tónlistarsal, leikhúsi,
skoðunarverðu listasafni, *geimsafni með Zeiss-stjörnuskoðunarstöð og
deild fyrir sólarvísindi.
Austar, við Salisbury Road, að Hung Hom-aðalbrautarstöð Hongkong, eru
nokkur nýleg hótel og verzlanamiðstöðvar (East Tsim Sha Tsui).
Hin 4 km langa gata, *Nathan Road, liggur þráðbein frá
Viktoríuhöfnað Boundary Road, sem er norðurmörk hverfisins Kowloon.
Gatan er líka kölluð "Gullna mílan".
Hún er mjög fjölfarin umferðaræð (neðanjarðarlestin MRT er undir
henni). Við hana stendur
fjöldi hótela, verzlanamiðstöðva, kvikmyndahúsa, smáverzlana og
næturklúbba. Framboð vöru
og afþreyingar er yfirþyrmandi.
Við vestanverða Nathangötuna, 500 m frá höfninni, er
Kowloon-garðurinn.
Þar er moska, miðstöð múslima, og Sögusafnið (inngangur frá
Haiphong Road), sem helgað er sögu svæðisins.
Norðan við garðinn er Yau Ma Teihverfið.
Í borgarhlutanum austan Natham Road, norðan Public Square Street,
vestan Temple Street (kínverski *næturmarkaðurinn) og sunnan Market
Street, er fjöldi kínverskra hofa: 'Tin-Hau, fook-Tak-Tse, Shing-Wong
og Shea-Tam. Þetta
hofhverfi var byggt annars staðar í kringum 1870, flutt á núverandi
stað árið 1876 og endurbyggt síðast árið 1972.
Skammt vestar, við gatnamót Kansu-götu og Reclamation-götu er
jaðe-markaðurinn opinn daglega. Það er gaman að fara í skoðunarferð þaðan með sampan um
Yaumati-fellibylshöfnina að degi til og kynnast lífi bátafólksins.
Sagt er, þar fari fram ýmiss konar skuggaleg viðskipti á kvöldin
og nóttinni.
Nathan Road liggur inn í viðskiptahverfið Mong Kok.
Þar er fugla-markaðurinn við við Argyle-götu.
Hafi fólk í huga að kaupa sér einhverja skrautlega, suðræna
fuglategund, er bezt að fá góð ráð í dýraspítalanum við Tung Fong-götu
nr. 9.
Norðvestar uppgötvaðist *Lei Cheng Uk-grafreiturinn
árið 1955 í Sham Shui Po-hverfinu.
Hann er frá seinni hluta Han-tímans (25-220 e.Kr.).
Munir úr leir og bronzi, sem fundust við uppgröftinn, eru til
sýnis í litlu safni á staðnum.
Grafreiturinn er umkringdur húsum með félagslegum íbúðum.
Norðvestast í Kowloon er skemmtigarðurinn Lai Chi Kok.
Þar er smækkuð eftirmynd af þorpi frá tímum Sung-ættarinnar
960-1279. (*Sung Dynasty Village; reist 1979).
Meðfram manngerðri ánni eru timburskálar, þar sem "þorpsbúar" í
viðeigandi klæðum sýna alls konar handbrögð þessa tíma-bils.
Þarna er jurtabúð, krá, gluggabúð, fjölda handverksfyritækja
einbýlishús í kletta- og blómagarði, vaxmyndasafn, hof og veitingahús,
sem framreiðir mat að hætti Sung-tímans.
Við tækifæri eru sérsýningar, s.s. brúðkaup, þjóð-dansar,
Kung-Fu-glíma, apasýningar og hofskrúðgöngur.
NEW
TERRITORIES
Þetta svæði er
fjalllent og nær yfir stærstan hluta flatarmáls Hongkong.
New Territories teygjast norður frá Kowloon að kínversku
landamærunum og meðfram
þeim, milli vogskorinna stranda, frá austri til vesturs.
Því tilheyra líka flestar eyjarn undan ströndum, nema
Hongkongeyja og Stonecutters-eyjar (m.a. Lantau).
Tíu km norðan Viktoríuhafnar er nýja útborgin Sha Tin með u.þ.b. hálfa
milljón íbúa. Fljótlegast
er að komast þangað með lest frá aðalbrautarstöðinni Hung Hom í
Kowloon.
Áhugaverðasti staðurinn þar er *Hof hinna 10.000 Búdda.
Það stendur 320 m yfir sjó og að því liggja brattar tröppur.
Hofið er á tveimur stöllum.
Aðalhofið er á hinum neðri en á hinum efri eru fjórar byggingar.
Nú eru 12800 Búddalíkneski í aðalhofinu. Það var byggt árið 1950 og var helgað látnum stofnanda þess,
Kuan Yin, árið 1965 (smurt lík hans er í Búddastell-ingum í
glerkistu). Í forgarði
hofsins er 9 hæða pagóda.
*Listasafn kínverskra fræða
í Sha Tin er líka athyglisvert.
Listasafn kínverska hálskólans hýsir dýrmæta muni (málverk,
skrautritun, innsigli o.fl.) frá ýmsum skeiðum kínverskrar sögu.
Konunglegi knapaklúbburinn opnaði annan skeiðvöll sinn í Sha Tin
árið 1978. Þar fara fram
veðreiðar um hverja helgi.
Sunnan Sha Tin gnæfir Amah-kletturinn, áberandi bjarg, sem minnir á
konu með barn sitt á bakinu.
Í New Territories eru nokkur náttúruverndarsvæði (Country Parks), þar
sem er að finna fallegt, grænt landslag, vötn, andatjarnir,
baðstrendur (Clearwater Bay) og útsýnisstaði á efstu hæðum.
Iðnaðaruppbyggingin heldur stöðugt áfram og þrengir að
náttúrunni.
Vinsælt göngusvæði liggur umhverfis stóra uppistöðulónið
Tai-Lam-Chung í suðvesturhlutanum.
Vestast í New Territories er hið vinsæla útivistarsvæði Castle Peak
(baðstrendur), heitið eftir samnefndu fjalli (583 m), þar sem fjöldi
sögulegra orrustna mun hafa verið háður.
Þar eru svæði með einbýlishúsum og félags-legum íbúðahverfum áberandi
í landslaginu. Eitt hinna mörgu iðnfyrirtækja, sem þar er að finna, er
saltvinnslan Lok On Pai.
Í hlíðum Castle Peak er Búddaklaustrið Po Toi með litlu hofi og
drekagarði (m.a. eftirmyndum kínverskra bygginga).
Í grennd við Castle Peak sjúkrahúsið er taóhofið Ching-Chung (1959)
með athyglisverðum drekaskreytingum.
Norðvestantil í New Territories er þorpið Yuen Long með fallegum götum
og kínverskum handverksstofum, sem eru skoðunarverðar.
Lengra til norðvesturs, á skaga í Deep Bay, er þorpið Lau Fau
Shan, þar sem eru rækt-aðar ostrur, fiskur og endur.
Sjávarréttaveitingahúsið þar hefur á sér gott orð.
Fjórum km austan Yen Long er þorpið Kam Tin (Kat Hing
Wai; frá 16.-17.öld), sem er umgirt múr og virkisgröf.
Þorpið er einungis aðgengilegt í gegnum eitt mjótt hlið
(aðgangseyrir).
Þarna búa enn þá afkomend-ur stórfjölskyldunnar Tang, sem
stofnaði þorpið. Í
nágrenninu eru fimm önnur svipuð þorp, umlukin múrum.
Allranyrzt í New Territories liggja landamæri Kínverska
Alþýðulýðveld-isins.
Þau eru girt voldgri girðingu og til þess að komast frá Hongkong
til Kína þarf sérstakt heimsóknarleyfi.
Ágætt útsýni er t.d. frá Lok Ma Chau Westen yfir til Kína í góðu
skyggni. Handan landamæranna hefur kínverska ríkið byggt upp sérstakt
verzlunarsvæði 'Shenzhen (m.a. skemmtigarð), sem gestir með þriggja
daga heimsóknarleyfi fá að heimsækja.
Venjulegast fara ferðamenn með lest yfir til Kína um
landamærastöðina Lo Wu (upplýsingar og bókanir hjá ferðaskrifstofum í
Hongkong).
Eyjarnar LANTAU, CHEUNG
CHAU og PENG CHAU.
Reglulegar
ferjusamgöngur eru á milli eyjanna og Hongkong og Kowloon frá
Hongkongeyju, þar sem heitir 'Ourlying Islands' við Connaught Road.
Auk þess er hægt að taka sér fyrir hendur margra klukkustunda
siglingu á milli eyjanna.
Lantau
er langstærsta eyja krúnunýlendunnar (tvöfalt stærri en Hongkongeyja). Þar búa bara 30.000 manns.
Stærsti bærinn er stauraþorpið Tai O (12.000 íb.; flestir
fiskimenn; krabbapasta) er vestast á eyjunni.
Á miðri eyjunni vestanverðri, í 800 m hæð yfir sjó, er 'klaustur
hins dýrmæta lótus', Po Lin, sem hafið var að byggja árið 1921.
*Búddalíkneskið er 35 m hátt og þvermál þess neðst er 52 m. (fábrotnar
vistarverur og grænmetisfæði).
Snemma á morgnana er hægt að fá munka til að fylgja sér upp á hæsta
tind eyjarinnar, Lantau Peak (933 m), og upplifa dásamlega
sólarupprás.
Sunnan og neðan klaustursins eru teekrurnar á
Ngong-Ping-sléttunni, hinar einu í nýlendunni (gistimöguleikar í
litlum húsum).
Suðvestan Lantau Peak er Shek-Pik-uppistöðulónið í fallegu landslagi,
sem gaman er að labba um.
Vatn er leitt úr lóninu um neðansjávarpípur til Cheung Chau- og
Hongkongeyjar.
Um miðbik norðurhluta Lantaueyjar er
Tung Chungvirkið, sem kínverjar
reistu til varnar gegn bylgju Evrópumanna árið 1817.
Þagnarmunkaklaustur
katólsku Zisterzínareglunnar, Tai Shui Hang (griðastaður
þagnarmunkanna) á norðausturhluta Lantau-eyjar er athyglis-verður
staður.
Munkar, sem flúðu undan valdamönnum í Peking, stofnuðu það árið
1956. Þeir reka arðbært
mjólkurbú. Munkarnir
bjóða gestum gistingu í einföldum vistarverum.
Litla eyjan Cheung Chau
austan Lantaueyjar og
Peng Chaueyja
eru báðar þéttbýlar (margir fiskimenn) en án allrar bílaumferðar.
Um helgar streyma þangað gestir til að skoða þessar ekta
kínversku eyjar. |