Kína meira,
Flag of China

FERÐALEIÐIR og SAMGÖNGUTÆKI

HAGNÝTAR 
UPPLÝSINGAR

MATUR og DRYKKUR

AFÞREYING og
SKEMMTANIR

GISTING

VERZLANIR og
INNKAUP

MONSÚN
MISSERISVINDAR

ÞJÓÐFLOKKAR
SAGAN
TUNGAN
ATVINNUVEGIR
LOFTSLAG
SAMGÖNGUR
HAGTÖLUR

KÍNA
MEIRA

Map of China
.

.

Utanríkisrnt.

SENDIRÁÐ ÍSLANDS

Booking.com

Loftslag.  Landið nær yfir mörg loftslagsbelti.  Vetur eru kaldir í norðausturhlutanum.  Í Mið-Asíuhlutanum eru þurrar eyðimerkur.  Í suðurhlutanum, við jaðar hitabeltisins, ríkja misserisvindar með mikilli úrkomu og hita á sumrin.  Úrkoman er sveiflukennd.  Hin síðari ár hefur verið komið í veg fyrir flóð og þurrka með byggingu stíflugarða.
Íbúarnir.  Meirihluti íbúanna eru Han-kínverjar (94%).  Minnihlutann skipa m.a.:  Chang, hui, uigurar, yi miao, Tíbetar, mongólar, mandshu, Kóreumenn, jao og dong.  Heildaríbúafjöldi var tæplega 1,4 milljarðar í júlí 2006 (skv. CIA World Fact Book).  Fólksfjölgun er 0,59% á ári.  Lífslíkur eru 72,58 ár.  Ólæsi er tæplega 10%.  Vinnuaflið er u.þ.b. 791,4 milljónir (áætlun 2005).  Langflest vinnandi fólk starfar í landbúnaði.

Trúarbrögð.  Konfúsíusmus, búddatrú, taotrú.  Islamskir og kristnir minnihlutahópar. Lamatrú í Tíbet.

Tungumál.  Aðaltungan er kínverska (hákínverska), sem greinist í aragrúa mállýzkna.  Í fylkjum, sem hafa heimastjórn, eru tungumál þjóðflokka líka opinber.  Hinn 1. janúar 1979 var pinyin-umritunin tekin upp.

Ríkið.  Mao Tse-tung lýsti yfir stofnun Kínverska alþýðulýðveldisins hinn 1. oktober 1949 (Tshiang Kai-shek flúði til Taiwan).  Samkvæmt stjórnarskránni frá 1982 er landið alþýðulýðveldi byggt á sósíalisma, lýðræði fólksins í anda marxisma, leninisma og maoisma, undir stjórn kommúnistaflokksins.  Þjóðþingið er löggjafarþing, sem starfar í einni deild.  Fastanefnd þingsins gegnir hlutverki þjóðhöfðingja.  Ríkisráð (miðstjórn og framkvæmdastjórn) starfar undir stjórn forsætisráðherra.

Stærsti stjórnmálaflokkur  landsins er Kommúnistaflokkur Kína með 40 milljónir félaga.  Auk hans starfa nokkrir aðrir flokkar, sem eru algerlega áhrifalausir.

Alþjóðastofnanir, sem Kína á aðild að:  S.þ. og ýmsar sérstofnanir þeirra og sérsamningur við Evrópusambandið síðan 1975.

Stjórnsýsla.
 
Stjórnsvæði landsins eru  Peking, Tientsin, Shanghai, 21 hérað og 5 heimastjórnarfylki.  Héruðin og fylkin skiptast í sýslur og hreppa.

Borgir.  Höfuðborgin er Beijing (Stór-Peking = 11 millj. íb.).  Aðrar stórborgir:  Shanghai (12), Tianjin (8), Chongqing (7), Wuhan (6,2), Guangzhou (Kanton; 5), Lüda (fyrrum Port Arthur/Dairen; 5), Shenyang (fyrrum Mukden; 4,5), Chengdu (4), Nanjing (3), Harbin (2,5), Qinhuangdao (2,5), Changsha (2,5), Xian (2,5), Qingdao (2), Lanzhou (2), Taiyuan (2), Kunming (fyrrum Yünnan; 1,8), Zhengzhou (1,6), Changchun (1,5), Jinan (1,5), Baotou (1,5), Fushun (1), Anshan (1), Lhasa (200þ.).

ATVINNUVEGIR
Landbúnaðarafurðir:  Hrísgrjón, maís, hveiti, hirsi, sykurreyr, sykurrófur, kartöflur, sojabaunir, jarðhnetur, baðmull, smjörkál, tóbak, hampur, te, bananar, ananas, olíufræ, tágaplöntur o.fl.  Þar að auki rækta kínverjar silkiorminn.
Jarðefni:  Steinkol, jarðolía, jarðgas, járngrýti, báxít, volfram, molybden (efni, sem notað er til einangrunar, m.a. í bílkertum; lotunúmer 42), kopar, blý, sink, tin, kvikasilfur, asbest, fosfat o.fl.
Iðnaður:  Járn- og stálvinnsla, vélar, farartæki, elektrónísk tæki, olíuhreinsun, olíuvörur o.fl.
Innflutningur:  Vélar, verksmiðjur, hrágúmmí, járn og stál, matvæli o.fl.
Útflutningur: Járngrýti, jarðolía, vefnaðarvörur, landbúnaðarafurðir o.fl.
Brúttóþjóðarframleiðsla:  315 milljarðar US$ (1987; 22 billjónir ikr.).

HÁTÍÐAALMANAK
Hátíðaalmanak kínverja er hið stytzta í Asíu.  Margir eru því fegnir og álíta það lausn frá gamaldags venjum og hjátrú en aðrir sakna litríkra og gleðilegra hátíða.  Vorhátíðin er haldin samkvæmt hinu hefðbundna tunglalmanaki og færist því stöðugt til í tíma.  Aðrar hátíðir eru haldnar á sömu dögum á hverju ári.

Hátíðisdagar
1. janúar (nýársdagur), Vorhátíð (janúar/febrúar; þriggja daga fjölskyldu hátíð), 1. maí (dagur verkalýðsins), 1. oktober (þjóðhátíðardagur; stofnunar Kínverska alþýðulýðveldisins 1949 minnst).  Fleiri kínverskra hátíða er getið í köflunum um Hongkong og Taiwan.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM