Matur.
Kínversk
matreiðsla er hluti af gamalli menningu þjóðarinnar.
Grundvallaratriði í matargerðinni er að hafa lokið öllum
undirbúningi hennar áður en farið er að elda.
Allt meðlæti er skorið í smábita og steikt í mjög heitri
jurtaolíu.
Eldunartíminn er stuttur og nákvæmlega mældur til að grænmetið
haldi fersku útliti og bragði.
Réttirnir verða að mæta kröfum augans ekki síður en
magans.
Venjulega eru stórir kjötbitar ekki bornir fram og hvergi er að
sjá borðhnífa á borðum.
Fjöldi sósu- og kryddtegunda gera matinn lostætan.
Kínverskur matur er hollur, bæði vítamín- og næringarríkur.
Matargerð
er svipuð um allt landið, þótt blæbirgðamunur sé milli héraða
í notkun krydds og önnur nöfn notuð um líka rétti.
Í stórum dráttum skiptist kínversk matargerð í þrjá
flokka.
Í norðurhlutanum (Beijingmatreiðsla) er lögð áherzla á að
hafa réttina stökka með því að steikja þá í olíu og með þeim
er oft borið fram brauð, snúðar eða núðlur í stað hrísgrjóna.
Í suðurhlutanum (Kantonísk matreiðsla) er hrísgrjónum
aldrei sleppt.
Þar er matur (kjöt, fiskur og grænmeti) oft gufusoðinn og
forsoðinn í stuttan tíma áður en hann er steiktur í olíu.
Austrænir réttir eru vinsælir þar (slöngusúpa, salamöndrukjöt,
sæbjúgu, skjaldbökur, kamel-, rýtiuxa- og bjarnarkjöt).
Evrópumenn eru ekki vanir að borða hundakjöt.
Þriðji flokkurinn er Shanghaimatreiðslan, sem er sætari og
feitari og steikt eða soðin lengur.
Auk þessara þriggja flokka er Szetshuanmatreiðslan í
vesturhlutanum þekkt fyrir mikið kryddaða rétti.
Kínverjar
borða aðallega hrísgrjón, brauð, hirsi, maís og annað korn-meti
auk grænmetis, eggja, soðs, fisks, sojabaunapasta, kvark og svolítið
kjöt til að fá nauðsynleg prótein og vítamín.
Þeir krydda með sojasósu, pipar og ediki.
Góðar máltíðir eru enn þá mjög ódýrar í Kína, þannig
að meirihluti íbúanna hefur efni á að borða í hinum einföldu
veitingahúsum.
Þeir,
sem setjast að kínversku matborði, verða að bera sig sjálfir eftir
björginni og rétta öðrum réttina, sem er raðað upp á miðju borðinu
í litlum skömmtum.
Í formlegum matarveizlum þjónar gestgjafinn oft til borðs.
Þá notar hann/hún sérstaka matprjóna til að skammta með.
Soðin hrísgrjón, brauð og núðlur eru alltaf bornar fram sér.
Upplagður fjöldi fólks við kínverskt matborð er sex til átta
manns.
Vegna
hins gífurlega fjölda rétta, sem tilheyra kínversku matborði, er aðeins
hægt að nefna fáa.
Fólk ætti ekki að láta það aftra sér frá því að smakka
sem flesta rétti, þótt þeirra sé ekki getið hér.
Þekktasti rétturinn er líklega Pekingönd, sem er matreidd og
framborin á ýmsan hátt, bæði kjöt og innyfli.
Húðin, er steikt, þar til hún verður stökk.
Hausinn er steiktur með heilanum og kjötið ofan af hryggnum og
stélinu líka.
Kjötbitunum er velt upp úr kryddsósu og vafið inn í þunna
hveitipönnuköku með vorlaukum.
Máltíðinni lýkur með súpu.
Hægt er að líkja heitum pottréttum við fondu.
Hver gestur getur valið úr mörgum meðlætisréttum, sem hann
tekur með prjónum og dýfir í fondupottinn á miðju borðinu til að
sjóða þá.
Þannig eru flestir réttirnir fullmatreiddir á matborðinu.
Í mongólskum pottrétti (Shuayangrou) eru þunnar reimar af
lambakjöti, káli og núðlum og meðlætið er aðallega laukur, sojasósa
og hnetusmjör.
Í lok máltíðarinnar er soðið drukkið.
Í flestum einföldum veitingahúsum er hægt að fá hina kaloríuríku
og bragðgóðu rétti 'Jiaozi' ('ravioli' í ediki) og 'Baozi' (gufusoðnir
snúðar með kjöt og grænmetisfyllingu).
Fjöldi kantonískra sérrétta er þekktur undir samheitinu Dim
Sum (litla hjarta).
Þar er um að ræða snúða með mismunandi fyllingum, t.d.
vorrúllur (Chun kuen) eða kjöt í hrísgrjónadeigi (Shiu Mai).
Í Kína er 'Dim Sum' ekki borðað sem aðalréttur, heldur sem
auka biti síðdegis eða milli aðalmáltíða.
Flestar
súpur eru tært soð, sem kjöt og grænmeti er soðið í.
Þær eru aldrei bornar fram í upphafi máltíðar.
Jafnvel, þegar sezt er að einföldu matborði, eru þær borðnar
fram síðast.
Sérréttasúpur eins og hákarlauggasúpa eru venjulega bornar
fram sem annar réttur.
Eftirréttir
eru veikir blettir í kínverskri matargerðarlist.
Í Norður-Kína lýkur máltíð oft með vatnsmelónu eða öðrum
ávöxtum, ef eftirréttinum er ekki sleppt.
Við hátíðleg tækifæri og í stórum veitingahúsum eru
bornir fram mjög sætir eftirréttir.
Pasi (Pingguo), eplabitar í deigi steiktir í sykri og kældir
í ísköldu vatni til að sykurinn breytist í glassúr, er mjög vinsæll
réttur.
Þegar þarf að flýta matreiðslunni nota kínverjar líka á
sama hátt banana (Pasi Xiangjiao), kartöflur (Pasi Shanyü) eða
mandarínur (Pasi Juzi).
Exingren Doufu, mandarínukvark með ávaxtasaladi og sírópi er
mjög hressandi réttur.
Auk
kínverskra rétta er líka hægt að fá vestræna rétti í
langflestum stórum veitingahúsum í borgum landsins.
Drykkir.
Kínverjar
neyta áfengra drykkja einungis við sérstök og fá tækifæri.
Skál heitir á þeirra máli Ganbei og það er algengt að oft
sé staðið upp og skálað fyrir vináttu.
Meðal
kínverskra bjórtegunda eru 'Qingdao' (Tzingtau) og 'Beijing' þekktastar.
Þær eru framleiddar sem Lager-bjór eða pilsner.
Flest vín eru mjög sæt en víða, þar sem erlendir venja
komur sínar, eru hvítvínin þurr.
Eitt hinna beztur þeirra er Dynasty eða Kínamúrinn.
Gæði þeirra og margra annarra tegunda eru þolanleg, engin þeirra
er framúrskarandi.
Það er hægt að fá innflutt vín á háu verði.
Heitt hrísgrjónavín er borið fram með mörgum réttum.
Kínverjum líkar vel við rauðleitu tegundina Shaoxing.
Hrísgrjónavínið Jiafan er þurrast.
Það væri að bera í bakkafullan lækinn að tíunda allar
tegundir kínversks áfengis.
Það er bezt að vera vel á verði, þegar þeirra er neytt, því
að mörg þeirra falla ekki að smekk Evrópumanna og þau innihalda
oft mikið alkohól.
Kínverska brennivínið ('Bailandi') og vodkað ('Edeka') standa
erlendum tegundum langt að baki.
Líkjörar og snafsar eru kryddaðir með alls konar
kryddtegundum (allt frá eplum til sandeðlna).
Hirsisnafsinn Mau Tai smakkast ágætlega.
Te
er boðið og drukkið í tíma og ótíma.
Telaufið er oft skenkt með í bollana, þegar grænt te
('Chang') er borðið fram.
Það er alltaf drukkð án mjólkur og sykurs.
Fólk, sem vill drekka enskt te, þarf að panta Hong Cha.
Gott
ráð til að komast hjá vonbrigðum er að láta kaffi alveg eiga sig.
Það er væmið og biturt.
Sódavatn (Lao-shan) er hressandi líkt og kolsýrður appelsínusafi,
sem er hægt að fá alls staðar.
Á góðum hótelum og í mörgum Vináttuhótelum er hægt að fá
tónikvatn, kóka-kóla og engifervatn.
Veitingahús.
Í
Beijing:
Góður franskur matur er framreiddur í hótelunum Great Wall,
Jianguo og Pierre Cardin's Maxim's.
Kínversku veitingahúsin reiða fram sérrétti frá ýmsum héruðum:
Likang Kaoyadian (Pekingönd), Donglaishun (mongólskur pottréttur),
Kaorou Ji (mongólskur pottréttur og fleiri múslimskir réttir) og
Karorou Wan.
Veitingahúsið í sumarhöllinni og Feng Shan í Keisaragörðunum
bjóða upp á norðurkínverska rétti.
Jinyang býður rétti frá Shaanxihéraði.
Fengzeyuan og Tongheju bjóða rétti frá Shandongskaga.
Sérréttir frá Sichuan fást í Emej og Yetan Gongyuan.
Kangle býður sérrétti frá Fujian og Yunnan.
Í
Kanton:
Það
er gott að borða í Banxi.
Datong, Nanyuan og Beiyuan framreiða kantoníska rétti.
Stóru
veitingahúsin eru þægilega innréttuð og mikið er lagt upp úr góðri
matreiðslu og þjónustu til að laða að erlenda gesti.
Minni og einfaldari veitingahúsin valda ferðamönnum oft
undrun.
Fólk, sem þekkir ekki kínverska matargerð ætti alltaf að
kynna sér heildarverð máltíðar á mann um leið og pantað er og láta
yfirþjóninum eftir að velja réttina.
Drykkir eru alltaf rukkaðir aukalega.
Það er skynsamlegt að panta matinn með góðum fyrirvara í
stærri veitingahúsunum, ella þarf að bíða alllengi eftir þeim.
Hafa þarf í huga, að kínverjar borða kvöldverð snemma,
fyrr en við erum vön heima.
Það ætti ekki að sitja að hádegisverði lengur en til kl.
14:30 og kvöldverði til kl. 22:00 |