Kína afþreying skemmtanir,
Flag of China


KÍNA
AFÞREYING og SKEMMTANIR

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Næturlífið Þótt næturlífið í Kína sé á engan hátt sambærilegt við Vesturlönd, hefur margt breytzt á því sviði hin síðari ár.  Mörg stóru hótelanna státa af dans-stöðum og í diskóteki Great Wall-hótelsins leika hljómsveitir á hverju kvöldi.  Kínverjum er bannað að sækja slíkar samkomur, nema sem gestir útlendinga í þeim tilgangi að stuðla að vinatengslum við gestina.

Leikhús Sviðssýningarnar í Beijing ná yfir kínverska fimleika, andaleiki, nýjar og gamlar óperur, listdans og þjóðlegan ballet.  Vestrænn ballet og óperusýningar eru líka færðar upp.  Enginn ætti að missa af því að sjá *'Peking-óperu. Söngur, samtöl, fimleikar og látbragðsleikur vega þungt í óperunum og skrautlegir búningarnir heilla margan áhorfandann.

Íþróttir
Það tilheyrir borgarmyndinni að sjá gífurlegan fjölda fólks alls staðar á götum úti og á torgum í leikfimi (skuggaboxi) eldsnemma á morgnana.  Það er að undirbúa sig undir vinnudaginn.  Skuggabox er ekki einungis leikfimi, heldur samhæfing andlegrar og líkamlegrar orku.  Innri ró og einbeiting er nauðsynleg til að hreyfingarnar séu í takt við öndunina.  Margt ungt fólk kýs heldur meiri átök í glímuíþróttum (Shaolin-box = eldsnöggar hreyfingar og stökk; glímt með fingrum, hnefum og fótum)

Æ fleiri kostir bjóðast útlendingum til íþróttaiðkana.  Tíbet er tilvalið til gönguferða og fjallamennsku.  Í Kwangtung þeytist fólk á brimbrettum eða svífur í flugdrekum eða fer á skíði í norðausturhluta landsins.  Það er meira að segja búið að opna nokkra golfvelli.  Hinn fyrsti var opnaður árið 1984 á heilsubótarstaðnum Zhongshan í grend Við Macao (72 holur; 6 km langur).  Enn þá stærri golfvöll er að finna í útivistarparadísinni 'Miyun' norðaustan Beijing.  Í Alþjóðlega klúbbnum (Ritanlu, við Vináttuverzlunina í Beijing) er hægt að leika tennis, billjard og borðtennis.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM