Kína hagnýtar upplýsingar,
Flag of China


KÍNA
HAGNÝTAR  UPPLÝSINGAR

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Heimilisföng
Upplýsingaskrifstofur ferđamálráđs Kína:  2, Qianmen Dong Avenue, Beijing, sími 757181-609;  33, Zhongshan Dongyi Road, Shanghai, sími 21 7200.

Alţjóđlega ferđaskrifstofan:  Lüxingshi, 6 Dong Changan Jie, Beijing, sími 55 1031.
CAAC (General Administration of Civil Aviation of China), P.O.Box 644, 155 Dong-Si Street (West), Beijing, sími 55 8861

Ferđamálaráđ ríkisins, Eschenheimer Anlage 28, D-6000 Frankfurt am Main, Ţýzkalandi, sími 55 52 92.

Ţýzk-kínverska félagiđ, Matthias-Schleiden-Str. 19, D-5000 Köln 60, Ţýzkalandi, sími 76 39 87.

Ţýzk-kínverska félagiđ, Burgstr. 31/IV, App. 168, D-5300 Bonn 2, (Bad Godesberg), Ţýzkalandi, sími 35 60 97/9.

Kínversk-ţýzka verzlunarskrifstofan, Bondorfer Str. 3a, D-5300 Bonn 1, Ţýzkalandi, sími 34 86 64.

Miđstöđ utanríkisviđskipta Kína (China United Trading Corporation, Hamburger Str. 11, D-2000 Hamburg 76, Ţýzkalandi, sími 2 27 02 00.

Upplýsingamiđstöđ Kína í París, Carrefour de la Chine, 45, rue Sainte-Anne, F-75001 Paris, Frakklandi, sími 42 61 08 28, 42 61 60 26.

SENDIRÁĐ  OG  RĆĐISMANNSSKRIFSTOFUR.
Kínverska sendiráđiđ, Kurfürstenallee 12, D-5300 Bonn 2 (Bad Godesberg), Ţýzkalandi, sími 36 1095;  Heinrich Mann Str. 9, 1110 Berlin, Ţýzkalandi, sími 4 800161;  Metternichgasse 4, A-1030 Wien, Austurríki, sími 75 31 49;  Kalcheggweg 10, CH-3000 Bern, Sviss, sími 44 73 33.

Rćđismannsstofur:  Harvestehuder Weg 39, D-2000 Hamburg 13, Ţýzkalandi, sími 44 88 51;  chemin Surville, Ch-1213 Petit-Lancy, Sviss, sími 92 25 37.

FORMSATRIĐI  OG  SÉRKENNI.
Ferđapappírar  Allir gestir verđa ađ hafa gilt vegabréf og áritun, sem ferđaskrifstofur sjá um, sé um hópferđir ađ rćđa, en ella snýr fólk sér til sendiráđa eđa rćđismanna Kína erlendis.  Vegabréfsáritanir eru líka veittar á flugvellinum í Beijing og í átta öđrum borgum landsins, annađhvort á flugvöllum eđa í höfnum ţeirra.  Allar áritanir gilda í fjórar vikur og hćgt er ađ frá ţeim framlengt tvisvar, ţrjár vikur í hvort skipti.  Sömu stađir í Kína standa einstaklingum opnir og ferđahópum.  Sums stađar ţarf ađ fá leyfi lögreglu til ađ heimsćkja stađi og Tíbet er enn ţá loka fólki, sem er ekki í hópferđum.  Venjulega er einstaklingum ekki veitt áritun á tímabilinu apríl til oktober vegna lítils gistirýmis í landinu.

Ţađ er nauđsynlegt ađ hafa vottorđ um bólusetningu gegn gulu, komi fólk til Kína frá smitsvćđi, s.s. Indlandi, Pakistan, Burma, Tćlandi, Singapúr, Malasíu, Indónesíu, Filipseyjum o.fl.

Tollur.  Tollfrjáls innflutningur:  400 sígarettur (eđa sambćrilegt magn af tóbaki), 2 flöskur af áfengi og vín auk persónulegra muna (myndavéla, útvarpa, segulbandstćkja, ritvéla, o.ţ.h.  Gull- og silfurmunir eru skráđir viđ komuna til landsins til ađ koma í veg fyrir óţćgindi, ţegar fariđ er frá landinu.  Innflutningur vopna, eiturlyfja og kláms er bannađur.  Einnig er bannađ ađ flytja inn efni (plötur, filmur, bókmenntir), sem innihalda áróđur gegn kínverskri pólitík og efnahag eđa brjóta í bága viđ kínverska menningu og siđferđi.  Ţađ er bannađ ađ flytja úr landi forngripi, nema ţeir beri rautt innsigli, en engu ađ síđur ber ađ framvísa ţeim ásamt reikningi viđ brottför.

Peningar og gjaldeyrir.  Gjaldmiđill Kína er:  1 Renminbi Yuan (RMB-Y) = 10 Jiao = 100 Fen.  Seđlar: 1, 2, 5 og 10 Yuan og 1, 2 og 5 Jiao.  Myntir: 1 Yuan, 1, 2 og 5 Jiao og 1, 2 og 5 Fen (allar kringlóttar).

Viđ gjaldeyrisskipti, í Kínabanka eđa hjá löggiltum miđlurum, fćr viđ-skiptavinurinn skírteini fyrir erlendan gjaldeyri í upphćđum frá 1, 5, 10 og 50 Yuan og 10 og 50 Fen.  Međ ţessum skírteinum verđur ađ gera upp reikninga viđ hótel, verzlanir og flugfélög.  Leyfilegt er ađ flytja inn ótakmarkađar upphćđir í erlendum gjaldeyri og úr landi má taka međ sér erlendan gjaldeyri innan ţeirrar upphćđar, sem gefin var upp viđ komuna til landsins.  Hćgt er ađ skipta innlendum gjaldmiđli í erlendan gjaldeyri viđ brottför, sé skiptikvittunum framvísađ.  Ţađ er bannađ ađ flytja út kínverska peninga en ferđamönnum er leyft ađ taka gjaldeyrisskírteinin međ sér, ef ţeir vilja.

Kreditkort:  American Express, Bank-Americard (Visa), Dineers Club, MasterCard (Eurocard).

Bílaumferđ.  Í Kína er ekiđ á hćgri vegarhelmingi.  Hámarkshrađi á ţjóđvegum er 80 km/klst. og 60 km/klst. í ţéttbýli.

Tungumál.  Opinbert og almennt mál er kínverska.  Fáeinir kínverjar, sem starfa í ferđaţjónustu, tala ensku.  Leiđsögumenn, sem fylgja hverjum hópi, eiga ađ hafa nćga tungumálakunnáttu til ađ brúa biliđ.  Fólk, sem ferđast í viđskiptaerindum ćtti alltaf ađ hafa međ sér nafnspjöld á kínversku og ensku/ţýzku.

Tímabelti.  Kínverjar halda sig viđ vetrartíma allt áriđ.  Tímamunur milli Íslands og Kína er ţví alltaf +9 tímar.

Mál og vog.  Lengdareiningin er 1 Cun = 3,3 sm, 1 Chi = 33 sm, 1 Chang = 3,30 m, 1 Li = 500 m.

Vog:  1 Liang = 50 g, 1 Jin = 500 g, 1 Gongjin = 1 kg.

Flatareiningar:  1 Mu 0 0,66 ha.

Lítri:  1 Sheng = 1 l.

MálŢađ stendur til ađ innleiđa metrakerfiđ í Kína.

Rafmagn.  Kerfiđ er 220 V riđstraumur.  Evrópskar innstungur eru ađeins á fáum stórum hótelum og ţćr eru mismunandi milli hérađa.  Bezt er ađ hafa međ sér fjölnota millistykki, en ţađ er einnig hćgt ađ fá ţau ađ láni á hótelunum á ferđamannastöđum.  Allir Kínafarar ćttu ađ hafa međ sér vasaljós.

Póstur.  Flugpóstur til Evrópu:  Póstkort 60 Fen, Bréf (ađ 10 g) 70 Fen.

Sími:  Ţriggja mínútna samtal viđ Miđ-Evrópu kostar 40 Yuan.

Lögbođnir frídagar.  1. janúar, ţrír dagar í jan./febr., 1. maí, 1. oktober  (sjá hátíđaalmanak).

Viđskiptatími.  Opinberar skrifstofur og stofnanir:  Mánud.-laugard. kl. 08:00-12:00 og 14:00-18:00.  Útlendingaeftirlitiđ, sem veitir áritanir, er opiđ mánud.-föstud. kl.08:30-11:30 og 14:00-17:30 og á laugard. til kl. 11:30.

Kínabanki:  Mánud.-föstud. kl. 09:00-12:00 og 13:30-16:30 og á laugard. til kl. 12:00

Pósthús:  Öll stór hótel annast póstmóttöku fyrir gesti.

Verzlanir:  Mánud.-laugard. kl. 08:00-18:00/19:00 og sumar eru líka opnar á sunnudögum.

Veitingahús:  Loka oftast kl. 21:00.  Kvöldverđur kl. 18:00-19:30.

Myndatökur.  Ţađ gilda fáeinar takmarkanir viđ myndatökum.  Ţađ má ekki taka myndir af hernađarmannvirkjum og í sumum söfnum og hofum er ekki leyft ađ taka myndir innan dyra og stranglega fylgzt međ ţví.  Fólk á götum úti er víđast ófeimiđ viđ ađ sitja fyrir og flykkist oft ađ, ţegar myndavélar eru mundađar.

Gjafir  Ţjórfé er vel ţegiđ.  Fyrrum var ţađ taliđ andstćtt sósíalistískri hug-myndafrćđi.

Kínverskir leiđsögumenn, túlkar, bílstjórar og hótelstarfsfólk er ţakklátt fyrir allt, sem gaukađ er ađ ţví.  Ţetta fólk kann líka vel ađ meta minjagripi frá löndum gestanna.

Klćđnađur.  Bezt er ađ vera léttklćddur í suđurhluta landsins.  Hlý föt nýtast bara frá desember til febrúar.  Í Norđur-Kína er léttur klćđnađur nćgur á sumrin en á haustin, veturna og á vorin er gott ađ hafa hlýjan fatnađ viđ hendina (húfur og vettlinga).  Kínverjar kunna ekki viđ ađ fólk sé ađ striplast allt of léttklćtt á almannafćri.  Í augum kínverja er smekklaust ađ koma til kvöldverđar eđa kvöldskemmtana í stuttbuxum og sandölum án sokka.

Heilsuhorniđ.  Loftslagiđ í Kína leggur talsvert á hjörtu, blóđrás og öndunarvegi ferđamanna.  Ţví er ráđlegt ađ gangast undir lćknisskođun áđur en haldiđ er af stađ ađ heiman.  Ţetta á einkum viđ um ferđir til Tíbets.  Fólk ćtti ađ taka međ sér međul gegn kvefi og magakvillum.  Ţađ er dýrt ađ liggja á sjúkrahúsi í Kína og venjulegar sjúkratryggingar duga skammt.  Ţví er bezt ađ taka sértryggingu til ađ vera vel undirbúinn.

Nú sem fyrr spýta (hrćkja) kínverjar mikiđ og víđa eru spýtubakkar enn í notkun, ţótt ţetta athćfi hafi lengi veriđ bannađ međ lögum ađ viđlögđum sektum.

 TIL BAKA        Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM