Kína þjóðflokkar,
Flag of China


KÍNA
ÞJÓÐFLOKKAR

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Næstum 94% íbúanna eru Han-kínverjar, sem búa á frjósömu láglendissvæðuum í Austur-Kína.  Þetta landssvæði er u.þ.b. 40% af heildarflatarmáli landsins eða landflæmi á stærð við Evrópu.  Auk Han-kínverjanna búa 55 aðrir þjóðflokkar í landinu, aðallega á jaðarsvæðum, í fjalladölum og á steppunum í norður-, norðvestur og suðvesturhlutum landsins.  Flestir þessara þjóðflokka eru af mongólskum uppruna eins og Han-kínverjarnir en hafa mismunandi menningu og mæla á ólíkum tungum.  Fáir minnihlutahópar eru af tyrknesku bergi brotnir, s.s. uigúrar, kasakstanar, úsbekar og kírgísar.  Helztu minni-hlutahóparnir eru:  Chang (12 millj.), hui (6,4), uigúrar (5,4), yi (4,8), miao (4), Tíbetar (3,4), mongólar (2,6) og mandsjúrar (2,6).

Litlu þjóðflokkarnir njóta verulegs menningarlegs- og trúarlegs frelsis, einkum til að draga úr og koma í veg fyrir spennu og tilhneygingu til aðskiln-aðar.  Sumir þeirra hafa fengið heimastjórn á svæðum sínum.  Samhliða þessum ráðstöfunum hefur ríkisstjórnin reynt að tryggja stöðu sín betur með því að hvetja Han-kínverja til búsetu á þessum landssvæðum.

Eitt mesta vandamál kínverja er hin gífurlega fólksfjölgun undanfarna áratugi.  Hún er afleiðing lengri lífslíkna vegna betri lífskjara og læknisþjón-ustu.  Ríkið hefur gripið til ýmissa ráða til að fækka barneignum, s.s. aukið fræðslu, lagt aukaskatta á fjölskyldur með fleiri en tvö börn, og búizt er við verulegum árangri.


Trúarbrö
eru margvísleg, en langflestir aðhyllast annaðhvort blending af búddatrú, konfúsíusisma og laoisma.  Í Tíbet og Innri-Mongólíu ríkir lama-trú.  Auk þess eru litlir trúarhópar kristinna (katólskra) og múslima.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM