Leiðir
til Kína
Flug
Mörg
alþjóðleg flugfélög, þ.á.m. hið kínverska CAAC, halda uppi samgöngum
við Beijing, Shanghai og Kanton frá öðrum helztu borgum heims.
Járnbrautir
Frá
Moskvu er hægt að velja um 12 mismunandi járnbrautaleiðir til
Beijing. Aðalleiðin
liggur út frá Síberíubrautinni um Ulan Bator í Mongólíu til
Beijing (6 daga ferð). Lengri hliðarbraut um Borzya (Rússlandi) liggur yfir landamæri
Kína við Manzhouli. Þaðan
liggur leiðin til Hailar og Harbin til Beijing.
Þá er hægt að ferðast á
járnbraut frá Hanoi (Viet-nam) og
Hongkong. "Central
Kingdom-hraðlestin" er lúxuslest, sem brunar milli London og
Hongkong.
Skip
Ferjur
sigla reglulega milli Hongkong, Kanton og annarra nærliggjandi kínverskra
borga. Farþegaskip siglir
á milli Hongkong og Shanghai á hálfsmánaðar fresti.
Ferjur sigla vikulega milli japönsku hafnarborganna Osaka og
Kobe og Shanghai.
Innanlandsleiðir
Hópferðir
Þegar
á dögum Marco Polo var næstum ómögulegt að komast til Kína án þess
að njóta fylgdar sýnilegs eða ósýnilegs gestgjafa, sem bar ábyrgð
á velferð gestsins. Nú
á dögum annast leiðsögumenn CITS (China International Travel
Service) síaukinn fjölda erlendra ferðamanna og gæta þess, að
ekkert fari úrskeiðis. Þátttakendur í hópferðum eiga þess því engan kost að
breyta ferðatilhögun nema e.t.v. smáatriðum.
Kínversku leiðsögu-mennirnir leyfa einstaklingum ekki að
yfirgefa hópinn, nema þeir séu fullkomlega vissir um, að þeir
komist til náttstaðar á eigin spýtur.
Hópferðafólk
verður að vera viðbúið að hefja skoðunarferðir snemma á
morgnana. Brottför frá hótelum
er venjulega kl. 07:00-08:00. Dagskrá
hvers dags skipuleggur staðarfólk, þannig að oft er skipt um leiðsögumenn.
Af þessum sökum verða oft mistök í samræmingu ferðarinnar,
þar eð staðar-leiðsögumennirnir hafa ekki heildaryfirsýn.
Hvað sem því líður, eru langflestir gestgjafarnir ákaflega
þægilegir og vinalegir og reyna af fremsta megni að verða við óskum
gestanna og svara spurningum þeirra.
Margir ferðamenn verða hissa á því, hve hreinskilningslega
leiðsögumennirnir tala um land sitt og ástandið þar.
Samt er ekki hyggilegt að reyna að draga upp úr þeim önnur
sjónarmið en hin opinberu um viðkvæm mál eins og Taiwan-málið.
Þegar samband og traust hefur myndast milli einstaklinga og leiðsögumanns,
er hægt að búast við opinskárri umræðum en ella.
Einstaklingsferðir
Hin
síðari ár hefur ferðum einstaklinga um Kína fjölgað verulega.
Fólk, sem ferðast þannig, er ekki í vandræðum með að
finna hagstæðar samgöngur, þótt þær séu víðast hvar ófullnægjandi.
Flugsamgöngur
Ríkisflugfélagið
CAAC flýgur reglulega til og frá stærstu borgum landsins, t.d.
daglega til Lhasa (Tíbet) frá Chengdu.
Það er einungis flogið í góðu veðri, þannig að búast má
við verulegum töfum eða breytingum. Það
er bráðnauðsynlegt að bóka flug með löngum fyrirvara og sækja miðana
eigi síðar en um hádegi daginn fyrir flug, ella fellur bókunin sjálfkrafa
niður. Tilkynningar um flug í flugstöðvum landsins eru venjulega
bara á kínversku.
Kínverska
stjórnin viðurkenndi
opinberlega, að CAAC flugfélagið gæti engan veginn annað öllum þeim
fjölda, sem þarf og vill fljúga með því.
Áætlanir voru uppi um að stofna fleiri flugfélög eftir 1986
til að anna eftirspurninni. Þá
á Air China að annast millilandaflug og innanlandsflug á að vera í
höndum China Southern Airways, China Eastern Airways og China
Southwestern Airways. Í
einstökum héruðum var síðan áætlað að opna erlendu fjármagni
leið til stofnunar einkarekinna flugfélaga.
Járnbrautir
Járnbrautarferðir
gefa fólki kost á því að njóta fagurs landslags og kynnast lífskilyrðum
íbúanna. Járnbrautanetið
liggur um allt land, nema Tíbet, og lestir bruna um aðalleiðirnar
daglega.
Vögnunum
er skipt í fyrsta og annað farrými.
Á 'bólstruðu' fyrsta far-rýminu ferðast erlendir gestir, kínverskt
fyrirfólk og gestir þess en á trébekkjum annars farrýmis situr
almenningur. Vagnar fyrsta
farrýmis eru flestir gamlir en velviðhaldið og erlendum gestum er stöðugt
boðið upp á te. Fyrir
langar ferðir er hægt að bóka hvíldarklefa, þar sem er hægt að
leggja sig. Í matarvögnunum
er borinn fram evrópskur eða kínverskur matur að vali gestanna.
Gæði kínversku réttanna eru meiri.
Mestu þægindin á fyrsta farrými eru í lestunum milli Kanton
og Hongkong, m.a. litsjónvarp og dagblöð. Á leiðinni milli Beijing
og Shanghai eru loftkældir vagnar en í öllum öðrum lestum þjóna
opnir gluggar sama hlutverki. Enn
þá eru gufuknúnar lestir á mörgum leiðum.
Þær eru óþægilegar vegna hitans og sóts, sem berst inn um
gluggana. Skilti í
brautarstöðvum og á og
í vögnum eru með skýringum á kínversku og latnesku letri.
Rútur
Ferðahópar
aka um í loftkældum rútum. Það
er einstök upplifun og erfið að aka um í almenningsvögnum, sem eru
oftast troðfullir.
Í
borgum eru ferðir almenningsvagna á aðalleiðum mjög örar og gjaldið,
sem er mjög lágt, fer eftir vegalengd.
Áletranir á vögnunum er bara á kíversku en þeir bera líka
númer leiðar sinnar í Beijing, þannig að útlendingar geta líka
notað þá auðveldlega.
Leigubílar
Í
helztu borgum er nægilegur fjöldi leigubíla.
Þá pantar fólk í gestamóttöku hótelanna, verzlunum,
veitingastöðum og upplýsingamið-stöðvum.
Þegar þeir eru pantaðir, verður að geta áfangastaðar og þjóðernis
farþeganna. Þeir, sem þurfa
að nota leigubíla, er ráðlagt að hafa ætíð með sér nafn áfangastaðar
á kínversku. Venjulega
verður að reikna með ákveðnum biðtíma áður en leigubílarnir
koma, þannig að oft er skynsamlegt að halda bíl, sem hefur verið
notaður í lengri ferðir, ef fyrirhugað er að nota leigubíl aftur að
kvöldi sama dags.
Í
nokkrum borgum eru enn þá leiguvagnar, sem karlmenn draga á eftir sér
(rickshaw).
Bílaleigur
Það
er ekki hægt að leigja bíl án bílstjóra í Kína.
Europcar leigir út bíla í Beijing (Beijing Hotel) og það er
bezt að panta þá fyrirfram í gegnum ferðaskrifstofur.
Bílaleigan Hertz leigir út bíla í Kanton í gegnum Hongkong
(102 Caxton House, 1 Duddell St., sími 522 10 13).
Skipulagðar
skoðunarferðir
annast
ferðaskrifstofur viðkomandi ferða-hópa í samvinnu við Ferðaskrifstofu
ríkisins í Kína. The
China Travel Service í Hongkong (27-33 Nathan Road, sími 3 66 72 01)
annast margs konar ferðir til Kína, m.a. dagsferðir til Kanton,
Shanghai og Beijing.
Það
er skammt síðan kínverjar fóru að bjóða ferðamönnum að skoða
Kínverska múrinn úr lofti úr þyrlum frá Badaling.
Siglingar
Á
Jangtsekiangfljóti eru margar og mislangar skemmtisiglingar í boði.
Þær annast helzt Ferðaskrifstofa ríkisins í Kína í Beijing
og bandaríska ferðaskrifstofan 'Lindblad Travel' (c/o Wiechmann
Tourism Services, Droysenstr. 4, D-6000 Frankfurt/M., sími 44 60 02).
Þrjú skip, sem ferðaskrifstofan rekur sjálf með eigin áhöfnum,
sigla frá marz til nóvember ár hvert.
Flaggskipið er Kun Lun, fyrrum kínversk lystisnekkja. |