Kína samgöngur,
Flag of China


KÍNA
SAMGÖNGUR

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Ófullnægjandi samgöngur standa líka viðskiptalífinu fyrir þrifum.  Járnbrautakerfið er líklega nálægt 50.000 km langt og aðeins 2% þess eru rafvædd en það teygir anga sína samt til afskekktustu staða.  Vegakerfið er nálægt 900.000 km langt, 15% þess eru með bundnu slitlagi og helmingur þess er ófær á veturna.  Fjöldi farartækja er tiltölulega lítill.  Um það bil helmingur þungaflutninga fer fram á frumstæðum vögnum og kerrum.  Eitt mikilvægasta farartækið til mannflutninga er reiðhjólið (u.þ.b. 200 millj.).  Það er notað til skemmri og lengri ferðalaga.

Mikil áherzla hefur verið lögð á uppbyggingu innanlandsflugs og það hefur stöðugt aukizt og batnað.  Ríkis-flugfélagið 'CAAC' flytur fólk bæði innanlands og utan.  Áætlað er að mörg flugfélög annist samgöngur í lofti í framtíðinni, 'Air China' annaðist millilandaflug, China Eastern Airways, China Western Airways og China Southern Airways önnuðust innanlandsflug.

Samgöngur á sjó þarf líka að byggja upp, bæði skipaflota og hafnir.  Stórárnar eru líka mikilvægar fyrir innanlandssiglingar.

Hin síðustu ár hefur ferðaþjónustan orðið að tekjulind í Kína.  Aðalhindranir í vegi fjölgunar ferðamanna hafa verið og eru enn þá hinar erfiðu samgöngur og skortur á gististöðum.  Það var byrjað á að hrófla upp ópersónulegum fjöldahótelum í stórborgum landsins til að anna þörfinni en svo var farið að reisa myndarleg og aðlaðandi hótel í kínverskum stíl.  Miðstöðvum fyrir ferðamenn fjölgar stöðugt.  Nú orðið eru afskekkt landsvæði eins og Norður-Mandsjúría (Heilongjiang), Innri-Mongólía (Neimenggu), Kínverska-Túrkestan (Xinjiang) og jafnvel Tíbet (Xizang) opin ferðamönnum.  Nokkur svæði langt inni í landi eru enn lokuð ferðamönnum vegna erfiðra samgangna.  Kínverjar, sem búa á erlendri grund er þó leyft að heimsækja ættingja og vini á þessum svæðum.

Nú á dögum leggja kínverjar mikla áherzlu á að taka við sem flestum ferðamönnum til að auka gjaldeyristekjur sínar.  Flestir ferðamenn í Kína eru þangað komnir til að kynnast sögulegri arfleifð þessar merkilegu þjóðar, skoða stórbrotið landslag og kynnast lífi íbúanna.  Kínverskar ferðaskrifstofur leggja aukna áherzlu á sérferðir fyrir fjallgöngumenn, göngufólk, hjólreiðamenn, veiðimenn og ævintýramenn ýmiss konar (Fljótsferð á Jangtsekiang).

Hvað sem öllu líður er Kínaferð óborganlegt og ógleymanlegt ævintýri.  Þar býr u.þ.b. fjórðungur mannkyns, þar er vagga einhverrar þróuðustu menningar jarðar og nú er landið vettvangur mestu félagslegu tilraunar, sem gerð hefur verið.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM