Kínverska
tungan skiptist í grófum dráttum í suður- og norður-kínversku.
Aðalmállýzkurnar eru átta, en þær skiptast síðan í fjölda
undir-mállýzkur, sem eru svo ólíkar, að fólk skilur ekki hvert
annað, ef það talar mismunandi mállýzkur.
Suðurmállýzkurnar eru allflestar eldri en þær, sem eru talaðar
í norðurhluta landsins.
Opinbera málið, 'guoyu' eða daglega málið 'putonghua', þróaðist
úr málinu, sem talað er á Beijing-svæðinu, í það, sem
Vesturlandabúar kalla 'mandarín'.
Þessi mállýzka er kennd í skólum sem opin-bert mál og er
notuð milli manna, sem tala ólíkar mállýzkur.
Börn, sem alast ekki upp á höfuðborgarsvæðinu, tala nú á
dögum putonghua auk mállýzku sinnar.
Kínverskan
byggðist upprunalega á einsatkvæðis, tónuðum orðum, þ.e.a.s. að
hvert orð byggist annaðhvort á einum tóni eða mismunandi eftir
merkingu.
Nokkur kínversk orð eru notuð í vestrænum málum, einkum
land-fræðileg, en myndir þeirra orða eru ekki alltaf auðskildar kínverjum.
Nafn höfuðborgarinnar 'Peking' var tekið upp úr suður-kínversku.
Sama gildir fyrir önnur kínversk nöfn og orð, sem kínverjar
hafa tekið úr verstrænum málum.
Kínverskt ritmál er alls óháð hinum fjölmörgu mállýzkum.
Það byggist ekki á bókstöfum heldur táknum.
Í Alþýðulýðveldinu hefur táknakerfið verið ein-faldað gífurlega.
Fjölda tákna hefur verið fækkað úr u.þ.b. 50.000 í
3000-4000.
Þess vegna er talsverður munur á ritmálinu í Kína,
Hongkong, Taiwan og annars staðar, þar sem enn þá er byggt á hinu
hefðbundna táknakerfi.
Hin opinbera útgáfa af kínversku með latnesku letri byggist
á því að komast sem næst raunverulegum framburði.
Fyrrum voru mörg kerfi í gangi og þeir, sem voru að kynna sér
kínverskar bókmenntir komust ekki hjá að styðjast við tvö þýðingarmestu
kerfin 'pinyin' og 'Wade-Giles'.
Bæði kerfin krefjast þess, að notendur þeirra kynni sér þau
sérstaklega.
Ferðamönnum er bent á að skoða 'pinyin'-kerfið, því að
það var viðurkennt opinberlega í Kína árið 1979.
Það gerir óvönu fólki a.m.k. mögulegt að bera orð nokkuð
skiljan-lega fram.
Nöfn brautarstöðva, gatna og fyrirtækja eru skrifuð bæði
með kínverskum táknum og 'pinyin'.
Þar sem kínversk nöfn voru fyrrum rituð á 'Wade
Giles'-kerfinu og eru víða notuð enn þá, gæti það valdið
misskilningi.
Því er gott að hafa eftirfarandi töflu við höndina til að
ná áttum:
Pinyin
Wade Giles
Pinyin
Wade Giles
b
p
zh
ch
c
ts'
an
an
ch
ch'
e
ê
d
t
en
ên
g
k
eng
êng
j
ch
er
erh
k
k'
ian
ien
p
p'
ie
ieh
q
ch'
ong
ung
r
j
ou
ou, o
t
t'
ue
üeh
x
hs
uo
o
z
ts
u
eða ü
ü
Venjulega
standa eftirnöfn á undan fornöfnum, t.d. Han Zhingguo (Han er fjölskyldunafnið
og Zhingguo er fornafnið).
Nafnspjöld með enskri útgáfu öðrum megin og kínverskri
hinum megin eru mjög nytsamleg, einkum fyrir fólk í viðskiptum.
Þau fást prentuð gegn mjög vægu gjaldi
í Hongkong.
Það
er ekki hægt að búast við að hitta kínverja, sem tala erlend
tungumál, úti á götu.
Leiðsögumenn þeirra og túlkar eru vel menntaðir og tala m.a.
ensku, frönsku og þýzku.
Leigubílstjórar tala fæstir erlend mál, þannig að gott er að
hafa með sér leiðbeiningar skrifaðar á kínversku
|