Mið Kína,
Flag of China


KÍNA
MIÐHLUTINN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Héraðið Hunan í Mið-Kína afmarkast aðallega af fljótinu Jangtsekiang í norðri og margkvíslaðri Cong Ting Hu-ánni.  Í austri, suðri og vestri eru fjallgarðar.  Þetta er landbúnaðarhérað (hrísgrjón, korn, baunir, te, tóbak, baðmull o.fl.).  Mikið er um verðmæt jarðefni, s.s. antimon, mangan, blý, kvikasilfur o.fl.  Iðnaður er í uppbyggingu.  Járnbrautin milli Beijing og Kanton liggur um þvert héraðið frá norðri til suðurs og umferð um vatnavegi landsins er veruleg.

Changsha (Tshangsha), héraðshöfuðborgin, er á austurbakka Xiang Jiang.  Hún er nátengd nafni Maós, sem stundaði þar nám og starfaði sem kennari á árunum 1911-1923.

Árið 1972 voru þrjár Han-grafir (206 f.Kr.-24 e.Kr.) opnaðar við Mawangdu (norðaustan Changsha).  Í þeim fundust m.a. rúmlega 2000 ára gamlan og velvarðveittan líkama konu (markgreifafrúarinnar af Tai), sem hafði verið jarðsett í fjórfaldri kistu.  Einnig fannst silkibók með teikningum mismunandi himinhnatta, halastjörnukort frá 4./3. öld f.Kr. með lýsingum 29 halastjarna, silkirúllur, gullfjallað rósasilki, lakkmuni, tréstyttur, matvæli o.fl.  Forngripirnir eru í héraðssafninu í Changsha.

Þorpið
Shaoshan, fæðingarstaður Maós, er rúmlega 100 km suðvestan Changsha.  Fæðingarhús Maós er fjölsóttur minningarstaður.

HUBEI
Wuhan er höfuðborg héraðsins Hubei (Hubai, Hupei, Hupeh).  Borgin varð til við samruna bæjanna Wuchang, Hankou og Hanyang árið 1927.  Hún stendur nokkurn veginn miðleiðis við farveg Jangtsekiang (Chang Jiang; Maó synti þar líka) við ármót Han Shui.  Þarna hófst uppreisn 10. oktober 1911, sem olli að lokum falli Qingættarinnar.  Nú er borgin mikilvæg samgöngumiðstöð við norður-suður járnbrautina milli Beijing og Kanton.  Höfnin og flugvöllurinn eru líka mikilvægar samgönguæðar.  Járn- og stáliðnaður er mikill og viðskipti mikil.  Hótel Qing-chuan (18 hæðir) gnæfir upp úr borgarmyndinni.  Þótt Wuhan sé ekki sérstök ferðamannaborg, er gjarnan vísað til hennar sem góðs dæmis um velheppnaða þróun iðnaðar, þegar hún er sýnd gestum.  Þá er bent sérstaklega á Changjiang Daqiao, 1670 m langa bíla- og járnbrautarbrú, sem rís 80 m yfir Jangtsekiang og er þýðingarmikil fyrir norður-suður umferðina.  Hún var byggð á árunum 1955-1957.  Í hverfinu Hanyang er hofið Guiyuan Si (500 búddalíkneski frá Mingtímanum) og Skjaldbökuhóllinn Gui Shan er í Wuchanghverfinu, Slöngufjallið She Shan og Hong Shang (Rauðhóll) og 30 km² Dong Hu (Austurvatn), þar sem er að finna Wuhanháskólann og Hubei-safnið.

Hægt er að fara í siglingu á Jangtsekiangfljóti.  Nánari lýsing í kaflaum um Tshungking (Chongqing).

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM