Hainan Kína,
Flag of China


HAINAN
KÍNA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Hainaneyja er ađ mörgu leyti einstök, ţótt vafalaust megi líkja henni viđ einhverja stađi viđ Miđjarđarhafiđ eđa Hawaii.  Umhverfis eyjuna er kristaltćrt og blátt haf undan hvítum bađströndum prýddum pálmatrjám.  Eyjan er iđjagrćn og ţakin gróđri.  Hún á sér einstaka sögu í tengslum viđ Kína og ţar búa afkomendur ćttkvísla frumbyggjanna, sem vinna sleitulaust ađ ţví ađ efla ferđaţjónustuna.

Hainan er syđsta hérađ Kína og stćrsta eyja landsins, ef Tćvan er undanskilin.  Eyjan er í Suđur-Kínahafi í u.ţ.b. 50 mínútna flugfjarlćgđ frá Hongkong.  Sundiđ milli hennar og Leizhou-skaga í Guangdong-hérađi heitir Qiongzhou.  Milli hennar og Víetnam er Tongkin-flói til vesturs.  Flatarmál Hainan er 33.572 km˛.  Eyjarnar Xisha, Zhongsha og Nansha tilheyra Hainan-hérađinu.  Strandlengja alls hérađsins er í kringum 1530 km og hafsvćđi eyjaklasans er 2,1 miljónir km˛.  Ströndin er nokkuđ hrjúf og klettótt milli fagurra bađstranda og fjöllin tindótt.  Rúmlega helmingur eyjarinnar er ţakinn skógi, sem skiptist í fimm svćđi, Wuzhistan, Bawangling, Jiangfengling, Diaoloushan og Limushan.

Á eyjunni ríkir monsún hitabeltisloftslag og međalhitinn er á milli 22°C og 26°C.  Međalúrkoman er á milli 1500 og 2000 mm.  Dagur og nótt eru ađ mestu jafnlöng allt áriđ og sólardagar eru ađ međaltali 300 á ári.

Sagan Samkvćmt fornleifarannsóknum má rekja mannvistir á eyjunni 6000 ár aftur í tímann en fyrstu sögulegar heimildir, sem hafa fundizt, eru raktar til Qin-höfđingjaćttarinnar á 1. öld f.Kr., ţegar eyjan var undir stjórn Xiang-hérađs.  Ţegar Vestur-Han-höfđingjaćttin ríkti á 1. öld f.Kr., var Xiang-hérađi skipt í Zhuya- og Dan’er-héruđ og áriđ 46 f.Kr. sameinađi Yuan keisari ţau í Zhulu-hérađ.  Á valdatíma Nanbei-höfđingjaćttarinnar stofnađi Liangwu Ya Zhou-hérađ á eyjunni.  Á dögum Sui-höfđingjaćttarinnar var eyjunni skipt í Linzhen- og Zhuya-héruđ og undir Tang-höfđingjaćttinni voru héruđin Yazhou, Qiongzhou, Zhenzhou, Danzhou og Wanzhou stofnuđ.  Á tímum Ming-ćttarinnar var Hainan kölluđ Ziongzhoufu og skipt í Danzhou, Wanzhou, Yazhou og 10 ađrar sýslur.

Áriđ 1912 var Hainan-stjórnsýslusvćđiđ kallađ Quongyadao og Haikou fékk borgarréttindi áriđ 1926.  Áriđ 1948 varđ Hainan ađ sérstöku stjórnsýslusvćđi undir stjórnarráđi ríkisins.  Sérstök ríkisstofnun tók viđ yfirstjórn eyjarinnar áriđ 1951.  Heimastjórnarsvćđin Li og Miao voru stofnuđ 1952 og breytt í héruđ 1955.

Áriđ 1984 var Hainan-stjórnsýslusvćđiđ stofnađ og 1988 varđ eyjan ađ sérstöku hérađi í Kína međ Haikou sem höfuđborg.  Samtímis var eyjan gerđ ađ sérstöku efnahagssvćđi til ađ auka verzlun og viđskipti.


Íbúarnir.  Hainan-hérađ hefur löngum veriđ hluti af Kína og langflestir íbúarnir (7,8 miljónir 2002) eru af Han-stofni.  Engu ađ síđur er eyjan deigla 37 kynstofna og ţjóđerna.  Fjölmennustu minnihlutahóparnir eru Li, Miao og Hui.  Fjöldi Li-fólksins er í kringum 1,3 miljónir.  Ţađ er međal elztu íbúa eyjarinnar, sem er eini bústađur ţess í Kína.  Flestir íbúar af ţessum stofni búa á Wuzhi-fjallasvćđinu.  Miao-menn (u.ţ.b. 60.000) búa ađallega í fjalllendinu í Qiongzhong og Baoting.  Hui-menn (u.ţ.b. 10.000) hafa líklega búiđ á eyjunni síđustu 700.000 árin og halda sig nú ađallega í kringum Yanglan-borg í grennd viđ Sanya-borg.  Miao-menn eru ađ mestu kristnir en Hui-menn flestir múslimar.

Menning allra ţessara mismunandi stofna er mjög fjölbreytt.  Ţessi fjölbreytni kemur greinilega fram í klćđnađi, tónlist, dönsum, matarvenjum og handverki.  Margar hátíđir eru byggđar á fornum venjum, s.s. hjónabandshátíđin, Junpo-hátíđin (hetjuhátíđ), Fucheng-blómamarkađurinn og hátíđin og Sanyuesan-hátíđin (hjúskaparmarkađur fyrir ungt fólk).  Auk ţessara hátíđa eru haldnar hefđbundnar, kínverskar hátíđir, s.s. Vorhátíđin, Ljóskerahátíđin og Drekabátshátíđin.

 TIL BAKA        Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM