Norðvesturhéraðið
Kansu (Gansu) er hluti lösssvæðis A-Kína, sem Gulafljót (Hwangho;
Huang He; stórt uppistöðulón og orkuverið Liuja Xia).
Til norðvesturs er langur láglendisgangur milli landamærisfjalla
Tíbet í suðri og Góbíeyðimerkurinnar í norðri.
Gamla Silkileiðin lá milli vinjanna í jaðri eyðimerkurinnar
og þar er nú járnbrautin og þjóðvegurinn til Sinkiang.
Lanzhou
(Lantshou, Lanchow; 2 millj. íb.), höfuðborg Kansu, er mikilvægasta
iðnaðarborg og járnbrautamiðstöð fjalllendisins við efri hluta
Gulafljóts. Héraðssafnið
á afbragðssafn Yangshaoleirmuna frá eldri-steinöld auk annarra dýrgripa
frá því að borgin var mikilvægur viðkomustaður í Silkileiðinni.
Hellahofið
Bingling Si (Buddhalíkneski
og freskur frá Norður-Wei- til Mingtímans; skoðunarferðir í bátum)
er 60 km suðvestan Lanzhou á bakka uppistöðulóns Gulafljóts (Liuja
Xia-raforkuverið).
Ferðamenn,
sem fara um láglendisgang Kansu í átt til Sinkiang (Urumchi), ættu að
staldra við á söguslóðum á Silkileiðinni til að njóta ferðarinnar
til fulls.
Fjallaskarðið
Jiayu Guan var eitt sinn
hernaðarlega mikilvæg samgönguleið við vesturenda Kínamúrsins.
Handan skarðsins var Barbaraland samkvæmt skilgreiningum fyrri
tíma. Hanættin byggði
fyrst virki í skarðinu, en núverandi *virki eru frá 14.-15. öld
(Ming).
Dunhuang
(Tunhwang; 80.000 íb.) er heimsþekkt vegna Búddaklaustra í hellum í
nágrenni borgarinnar, sem stendur við austurjaðar
Taklamakanvinjarinnar í eyðimörkinni.
Frá Lanzhou er 30 tíma ferð með bíl til Dunhuang.
Einnig er hægt að fara með járnbrautinni til Liuyuan við þjóðveginn
til Urumchi og þaðan með bíl áfram í suðurátt eða með flugvél
norðvestur til Jiuquan (600 km nv frá Lanzhou) og þaðan 300 km í
vesturátt.
Þarna
var herstöð þegar á 1. öld f.Kr.
Síðar náðu Tíbetar yfirráðum þar um tíma.
Pagódan við jaðar borgarinnar geymir sögu Buddhatrúarinnar,
þótt íbúarnir séu fyrir löngu orðnir múslimar.
Dunhuang var í mestum blóma á meðan 'silkileiðin' var fjölfarin
(minjar í Borgarsafninu). Þar
sameinuðust eða tvístruðust úlfaldalestirnar, sem héldu síðan áfram
öðru hvorum megin við Taklamakaeyðimörkina meðfram Tarimlægðinni.
Nú lifa íbúarnir í vininni af landbúnaði (baðmull).
Mo
Gao Ku
(Qian Fo Dong), hinir víðfrægu
**Dunhuanghellar
eða Þúsundbúddahellarnir
eru 25 km suðaustan Dunhuang, þar sem er að finna einhverja
merkilegustu Búddalist í Kína. Alls
eru 492 mismunandi stórir hellar varðveittir.
Þeir voru grafnir í sandstein á fjórum hæðum og tengdir með
tréveröndum. Munkar bjuggu í þeim öllum á sínum tíma og þeir skildu
eftir aragrúa af líkneskjum og freskum, sem lýsa lífi fólks af öllum
stéttum og stigum síns tíma og eru jafnframt geysiáhugaverðar listsögulegar
minjar. Fyrstu listaverkin
eru frá tíma Weiættarinnar og síðari tíma verk eru frá dögum
Sui-, Tang- eða ættanna fimm og Song- og Yuanættanna.
Árið 1900 fann taómunkurinn Wang Yuanlu fyrir tilviljun þúsundir
mynda og handrita í hellunum. Þessir
dýrgripir voru að mestu seldir útlendingum fyrir smánarverð og
fluttir úr landi. Bretinn
Sir Marc Aurel Stein og Frakkinn Pau Pelliot keyptu slatta af þessum dýrgripum
og sumir þeirra eru til sýnis í 'British Muserum' í London.
Kínverjar sjálfir fóru ekki að sinna rannsóknum og varðveizlu
þessa ómetanlegu dýrgripa fyrr en alþýðulýðveldið var stofnað.
Sérstök stofnun í Dunhuang er vettvangur þessara rannsókna.
Hellarnir eru ekki upplýstir og því er nauðsynlegt að hafa
með sér vasaljós, þegar þeir eru skoðaðir.
Í
nágrenni Dunhuang, á milli risasandaldna er hið litla
Mánasigðarvatn,
sem Marco Polo getur í ferðalýsingu sinni. |