Marokkó
er ríki í Norður-Afríku norðvestanverðri handan Njörvasunds,
710.850 km² að flatarmáli að Vestur-Sahara meðtöldu (252.120 km²). Handan landamæranna í austri og suðaustri er Alsír,
Vestur-Sahara í suðri, Atlantshafið í vestri og Miðjarðarhaf í norðri.
Casablanca
er stærsta borgin, aðalhafnarborgin og miðstöð verzlunar og iðnaðar. Rabat, höfuðborgin, er næststærst. Hafnleysan með ströndum fram og torfært fjalllendið
innanlands hefur verið vörn landsmanna í aldanna rás og fáir hafa
reynt innrásir í landið þar til á 20. öldinni.
Þarna óx upp stolt þjóð með siði sína og venjur, sem eru
blanda áhrifa frá berbum, aröbum, íberum og Afríkumönnum.
Frönsk og spænsk áhrif blönduðust þessari deiglu á nýlenduárunum
1912-56.
.
|