Tangier Marokkó,

Booking.com


TANGIER
MAROKKÓ

.

.

Utanríkisrnt.

Tangier er hafnarborg við vík í Njörvasundi í Tangier-héraði.  Hún er mikilvæg flutningamiðstöð og fátt er um aðrar atvinnugreinar.  Portúgalar lögðu borgina undir sig árið 1471 og hún fylgdi með sem heimamundur til Karls II, Englandskonungs, þegar hann gekk að eiga Katrínu af Braganza.  Englendingar létu márum borgina eftir árið 1684 og hún varð að sjóræningjabæli.

Árið 1912 var hún ásamt 363 km² svæði lýst alþjóðleg borg og Bretar, Frakkar og Spánverjar undirrituðu samning árið 1925, sem kvað á um öryggi hennar í framtíðinni.  Árið 1929 var Spánverjum falin löggæzla á svæðinu og alþjóðleg stjórn tók við völdum.  Spánn réði þessu svæði á árum síðari heimsstyrjaldarinnar.  Eftir stríðið tók alþjóðleg stjórn við á ný.  Þessi sérstaka staða borgarinnar var afnumin árið 1956.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1994 var rúmlega half miljón.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM