Larache Marokkó,

Booking.com


LARACHE
MAROKKÓ

.

.

Utanríkisrnt.

Larache (arab.: El-araish) er hafnarborg við Atlantahaf í Norður-Marokkó við mynni Oued Loukkos-ána.  Rústir hinnar fornu Lixus, sem var undir yfirráðum Föníkumanna, Karþagómanna og Rómverja á öldum áður, eru 3 km norðaustan borgarinnar á árbakkanum.  Larache var undir stjórn Spánverja frá 1610-1689 og 1912-56.  Gamla virkisborgin er byggð á stöllum með tveimur áberandi forhliðum til norðurs og suðurs.  Hið forna Kebibat-virki (nú spítali) rís úr sjónum.

Spánverjar byggðu La-Cigongne-virkið í kringum 1700.  Nýi borgarhlutinn nær frá höfninni inn á strandsléttuna.  Þar eru fallegir garðar og ávaxtatré meðfram ánni.  Larache er lífleg miðstöð landbúnaðar og fiskveiða og um hana er flutt talsvert af timbri og ull.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1971 var 46 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM