Agadir Marokkó,


AGADIR
MAROKKÓ

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Agadir er hafnarborg í suðvesturhluta Marokkó.  Hún er 10 km norðan mynnis Sous-árinnar.  Þar var líklega rómverska virkisborgin Portus Risadir.  Portúglalar réðu þarna ríkjum á árunum 1505-41.  Þá tók Sa-dian, konungur Sus (Sous) við yfirráðum.

Eftir Marokkókreppuna 1911, þegar þýzki fallbyssubáturinn Pardusinn lagðist fyrir akkeri undan ströndinni til að verja hagsmuni Þjóðverja, lögðu Frakkar borgina undir sig (1913).  Nútímauppbygging hófst við hafnargerðina 1914.  Þá hófst ræktun Sous-sléttunnar, nýting náttúruauðæfa inni í landi og fiskveiðar og vinnsla.  Á sjöunda áratugnum lagðist borgin að mestu í eyði í jarðskjálfta, flóðbylgju og eldi, sem kostuðu 12.000 mannslíf.  Ný borgarmiðja var byggð sunnan gömlu borgarinnar.  Agadir hefur vegasamband við Safi og Marrakesh og þar er líka millilandaflugvöllur.

Svæðið umhverfis borgina er slétta Sous-árinnar, sem rennur á milli Há- og Anti-Atlasfjalla.  Á áveitusvæðum sléttunnar er aðallega ræktað korn (mest bygg), sítrusávextir, ólífur og nautgripir.  Sauðfé og geitur eru ræktaðar uppi í fjöllum.  Áætlaður íbúafjöldi 1982 var 110.000.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM