Mohammedia
(fyrrum Fedala) er hafnarborg í Norðvestur-Marokkó við Atlantahaf,
u.þ.b. 24 km norðaustan Casablanca. Höfnin, sem borgin stendur við, var fjölsóttur viðkomustaður
kaupmanna frá Evrópu í leit að ávöxtum og korni á 14. og 15. öld.
Á 18. og 19. öld var hún aðalútflutningsmiðstöð korns og
þurrkaðra ávaxta á vegum kristinna kaupmanna.
Nútímahöfnin er verk franskra viðskiptajöfra eftir 1913.
Nafni borgarinnar var breytt úr Fedala árið 1959 til heiðurs
Mohammad V, konung og fyrrum soldáns Marokkós (1927-61).
Nútímaborgin
er bæði vinsæll sjóbaðstaður með spilavíti og mikilvæg
hafnarborg. Um höfnina ver
talsvert af innfluttri hráolíu fyrir stærstu olíuhreinsunarstöð
landsins suðvestan borgarinnar og mikið er soðið niður af fiski.
Þarna er líka verksmiðja, sem framleiðir klór og matarsóda.
Áætlaður íbúafjöldi 1982 var 105 þúsund. |