Salé
er hafnarborg í suðvesturhluta Marokkó við mynni Bou Regreg-árinnar
við strönd Atlantshafs.
Hún er beint andspænis höfuðborginni Rabat og er tengd henni
með brú, sem var opnuð árið 1957.
í borginni eru hveitimyllur, gólfteppavefnaður, niðursuða
fisks, korkvinnsla og leirmunagerð.
Söguleg minnismerki:
Gömlu borgarmúrarnir og hlið þeirra, trúarlegir helgidómar,
Moskan mikla (12. öld) og Medersa, sem er skóli frá 1333.
Berbar stofnuðu borgina á 11. öld og hún óx og dafnaði á dögum
Merinid-höfðingjaættarinnar á 13. öld.
Í kringum árið 1630 varð hún að hálfsjálfstæðu sjóræningjalýðveldi,
aðsetur Salle-sjóræningjanna.
Áætlaður íbúafjöldi árið 1982 var tæplega 300 þúsund. |