Kenitra Marokkó,

Booking.com


KENITRA
MAROKKÓ

.

.

Utanríkisrnt.

Kenitra (Litla brúin; arab.: Mina Hassan Tani; Port-lyautey 1932-58) er hafnarborg í Norður-Marokkó.  Hún er 16 km ofan mynnis Sebou-árinnar.  Áður en landið varð nýlenda Frakka var Kenitra virki.  L.H.G. Lyautey, marskálkur fyrirskipaði upphaf byggðarinnar og byggingu hafnar árið 1913.  Um höfnina fer talsvert magn afurða frá landbúnaðnum (aðall. ávextir), útgerðinni (fiskur), timburvinnslu og blý- og sínknámum.  Iðnaðarsvæði borgarinnar er ofar við ána.  Kenitra  er 10 km austan Mehdiya-rústanna, sem ná yfir sögu sex drottnara, þar á meðal Karþagómanna, sem stofnuðu nýlenduna Thymiatherion.  Borgin er í vega- og járnbrautasambandi við Sidi Kacem og Meknes og vegasambandi við Casablanca og Larache.

Aðalfiskimiðin eru meðfram Atlantshafsströndinni norðan Kenitra og korn (aðall. hveiti), sauðfé, geitur og nautgripir eru ræktaðir inn til landsins.  Þarna er mikið framleitt af sítrusávöxtum.  Áætlaður íbúafjöldi 1982 var tæplega 200 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM