Khouribga Marokkó,

Booking.com


KHOURIBGA
MAROKKÓ

.

.

Utanríkisrnt.

Khouribga er höfuðborg samnefnda héraðs í norðvesturhluta landsins.  Hún er á ófrjósamri sléttu (Fosfatsléttunni) vestan Mið-Atlasfjalla.  Efnahagur hennar byggist á fosfatbirgðum í jörðu, sem farið var að nýta árið 1921.  Hún er í vega- og járnbrautasambandi við Casablanca 110 km lengra í norðvestri.

Khouribga-hérað liggur að héruðunum Khemisset í norðri, Khenifra í austri, Beni Mellal í suðuri og Settat í vestri.  Flatarmál þess er 4250 km² og þar eru einhverjar mestu fosfatbirgðir í heiminum í jörðu.  Borgin Oued Zem, austan Khouribga, er einnig miðstöð fosfatiðnaðar.  Nokkuð er unnið af járngrýti úr námum við Ail Ammar í norðurhluta héraðsins.  Sjálfsþurftarbúskapurinn á svæðinu nær til kornræktar (hveiti, bygg) og ræktunar sauðfjár og geita.  Jorf Lasfar er hafnarbær við Atlantshaf síðan 1982, u.þ.b. 100 km suðvestan Casablanca og hafnaraðstaðan er sérstaklega ætluð útflutningi fosfats.  Áætlaður íbúafjöldi Khouribga árið 1982 var 127 þúsund og í héraðinu öllu 513 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM