Fez Marokkó,

Booking.com


FEZ
MAROKKÓ

.

.

Utanríkisrnt.

Fez eða Fes er borg í þröngum dal í Norður-Marokkó.  Hún er miðstöð viðskipta og islam.  Hún er á mótum verzlunarleiða, sem tengja Atlantshafið og Miðjarðarhafið við löndin sunnan Sahara.  Borgin skiptist í gamla og nýja borgarhlutann.  Þarna eru vefnaðarverksmiðjur og hveitimyllur, olíuhreinsunarstöðvar, sútunarstöðvar, sápuverksmiðjur og mikill handverksiðnaður.  Höfuðföt, sem eru kölluð fez (barðalausir, sívalir hattar) eftir borginni.

Marokkóski konungurinn Idris II, sem lét reisa hina frægu Mulai Idris-mosku, stofnaði borgina árið 808.  Þetta guðshús er álitið svo heilagt, að engir annarrar trúar eða dýr mega nálgast innganginn.  Hin mikla Qarawiyin-moska er líka í borginni.  Hún er hin stærsta í Afríku.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1994 var 775.000.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM