Marrakesh Marokkó,


Ferðir með Simo frá Marrakesh!

.
MARRAKESH
MAROKKÓ

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Marrakech eða Marrakesh er höfuðborg Marrakesh-héraðs á hinni frjósömu Haouz-sléttu við rætur Atlasfjalla.  Hún var höfuðborg soldánanna í suðurhluta landsins og er mikil viðskiptaborg.  Þar skerast járnbrautaleiðir og þjóðvegir og auk þess er hún miðstöð úlfaldalesta.  Þarna er margs konar framleiðsla, s.s. ávaxtavinnsla og í umhverfinu er ræktað grænmeti og pálmar.  Einnig eru þarna sútunarstöðvar, framleiðsla ullar, hveitis, byggingarefna og hefðbundinn handiðnaður er enn þá stundaður (leðurvörugerð og teppavefnaður).

Í grennd við borgina eru námur, þar sem er unnið blý, sink, molybdenum og grafít og allt um kring eru lundir döðlupálma.  Inni í borginni er áhugavert að skoða rústir borgarmúra, hlykkjóttar og þröngar götur og markaði, spilavítið, höll soldánsins (listasafn) og hallargarðinn, 12. aldar Koutoubia-moskuna, konunglegu grafhýsin og Aquedal-garðinn.  Marrakesh var stofnuð 1062 og var höfuðborg Almoravída og á 12. öld höfuðborg Almohada.  Hún blómstraði síðar undir stjórn Saadisa og var mikilvæg miðstöð viðskipta á Saharasvæðinu.  Eftir franska hernámið var nýrri hluti borgarinnar byggður 1913.  Fyrrum var borgin líka kölluð Marokkó.  Áætlaður íbúafjöldi 1994 var 750.000.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM