Gíbraltarsund Njörvasund,

[Flag of the United Kingdom]


GÍBRALTARSUND / NJÖRVASUND


.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Gíbraltarsund eða Fretum Herculeum (latína), tengir Miðjarðarhaf og Atlantshaf.  Það liggur milli syðsta hluta Spánar og norðvestasta hluta Afríku, 58 km langt og mjóst 13 km milli Marroquíhöfða (Sp) og Cireshöfða (Mar) og 43 km milli Trafalgarhöfða (Sp) og Spartelhöfða (Mar).  Austar, milli stólpa Herkúlesar, Gíbraltarhöfðans (Sp) og Hachofjalls (Mar), rétt austan Ceuta, sem Spánverjar réðu yfir, er vegalengdin 23 km.  Meðaldýpi sundsins er 365 m.  Það er bogalagaður Dalur milli Atlasfjalla í suðri og spænsku hásléttunnar í norðri.  Ríkjandi vindáttir í sundinu eru aust- og vestlægar.  Þegar kaldir og grunnir loftmassar koma úr norðri niður á vesturhluta Miðjarðarhafsins, snúa þeir oft til vesturs í gegnum sundið og eru kallaðir levanter.  Talsverð vatnsskipti verða um sundið.  Yfirborðsstraumurinn fer með tveggja hnúta hraða úr Atlantshafinu til austurs nema austanáttin sé of kröftug.  Þessi yfirborðsstraumur er öflugri en straumur kaldara, þyngra og saltara vatns til vesturs undir yfirborðinu á u.þ.b. 122 m dýpi.  Sundið kemur því í veg fyrir, að Miðjarðarhafið endi sem stöðugt saltara og minnkandi innhaf.

Stólpar Herkúlesar mörkuðu vestasta jaðar fornaldar.  Sundið var hernaðarlega mikilvægt og margir landkönnuðir, sem sóttu vestur yfir Atlantshaf sigldu um það.  Víkingarnir komu um sundið, þegar þeir sóttu alla leið til Ítalíu og e.t.v. lengra til austurs.  Það var mikilvægt fyrir kaupmenn, sem sóttu krydd og aðrar vörur frá Asíu til Miðjarðarhafsbotna og síðar um Súezskurðinn.  Saga þessa svæðis snýst aðallega um samkeppninni um yfirráð Gíbraltarhöfðans.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM