Egyptaland,
Flag of Egypt

Kort   Meira

EGYPTALAND

Map of Egypt
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Flatarmál með jaðarsvæðum er 1.001.449 km².  Íbúafjöldi árið 2008 var rétt um 80 milljónir en Egyptum fjölgar að meðaltali um rúmlega 1 milljón á ári.  Landið varð sjálfstætt sem konungsríki árið 1922 og lýðveldi árið 1954.  Opinbert nafn þess er Hið arabíska lýðveldi Egyptaland (El-Dschumhurija Misr El-Arabija).  Landið skiptist í 21 stjórnsýslusvæði eða héruð og fjögur landamærasvæði.  Héruðunum er síðan skipt í sýslur og hreppa.  Hverju héraði ræður landstjóri með þing sér við hlið. Samkvæmt stjórnarskránni frá 1971 er Egyptaland forsetalýðveldi.  Fram til 1976 var aðeins einn stjórnmálaflokkur í landinu, arabíski sósíalistaflokkurinn, en síðan hefur þeim fjölgað.  Æðsti maður ríkisins og yfirstjórnandi hersins er forsetinn.  Þingið tilnefnir hann til 6 ára í senn en þjóðin hefur lokaorðið í almennum kosningum.  Það má endurkjósa forsetann til fleiri kjörtímabila.  Hann velur ríkisstjórn, sem er ábyrg gagnvart þjóðþinginu.  Hann hefur víðtækt vald í löggjafarmálum, bæði frumkvæðis- og neitunarvald.  Hann hefur vald til að stofna sérráð til að tryggja lagasetningu.  Þjóðþingið er kosið á 5 ára fresti (350 þingmenn).

Forsetinn tilnefnir 10 viðbótarþingmenn.  Aðalstjórnmálaflokkar eru jafnaðarmenn og félagslegi verkamannaflokkurinn.  Framfaraflokkurinn og óháðir eru litlir.  Stjórnarskráin (borgaralögin) er frá 1949.  Hún er einkum byggð á frönskum og svissneskum lögum.  Þar að auki eru í gildi forn lög, sem snerta helzt rétt einstaklingsins og trúmál.  Lög um trúardómstóla voru afnumin árið 1956. Egyptaland er aðili að Sameinuðu þjóðunum, WHO og GATT.  Tollasamkomulag við ESB.  Landið er ekki lengur aðili að OPEC og Arababandalaginu en er í varnarbandalagi við Súdan. Aðeins 3,5% landsins eru ræktanleg og þar búa 98% þjóðarinnar.

Þetta er Nílardalurinn frá ósum upp til fyrstu flúða (katarakt).  Þessi 1500 km langa landræma, sem er víða 10-20 km breið, sums staðar ekki nema 1 km, hefur náttúruleg landamæri:  Í norðri Miðjarðarhafið, í austri Arabíska eyðimörkin (alla leið að Rauðahafi), og í vestri Lýbíska eyðimörkin.  Í suðri eru þau ekki eins glögg.  Landið nær frá 31°05' N til 22° N (1.030 km) og frá 25°02' A til 34°56' A (960 km).
.
BORGIR
ALEXANDRÍA
ASWAN
DENDERA
EDFU
EL-ALAMEIN

HURGHADA
KAÍRÓ
KALABSCHA
KARNAK
KENA
KOM OMBO
LUXOR
MEMFIS
NÚBÍA
RASCHID

SAKKARA
SILSILA
ÞEBA
LANDSHLUTAR
ABU SIMBEL
ABU GUROB
ABUSIR
ABYDOS
GIZA
KATTARALÆGÐIN
PHILAE AGILKA
RAUÐAHAFIÐ
SAHARA
SÚEZSKURÐURINN

 TIL BAKA           Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir                  HEIM