Abusir Egyptaland,
Flag of Egypt


ABUSIR
EGYPTALAND

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Abusir er í Norður-Egyptalandi miðleiðis milli Giza og Sakkara. Í grennd við Djoser þrepapýramídann, við þorpið Abusir, uppi á flötum höfða á vesturbakka Nílar eru pýramídar þriggja konunga 5. ættar.  Þeir voru Sahure (2455-2443), Neferirkare (2443-2423) og Niuserre (2416-2392).  Fyrstu faraóar þessarar ættar auk eftirmanna þeirra af 6. ætt létu reisa sér grafhýsi sunnar, skammt frá Sakkara.  Þetta svæði, þar sem stóðu 14 pýramídar, var rannsakað og grafið upp af Ludwig Borchardt á vegum Þýzka Austurlandsfélagsins á árunum 1901-08.  Síðari rannsóknir fóru fram  árin 1955-57.

Með 5.ætt hófst dýrkun sólguðsins Re og faraóarnir töldu sig syni hans.  Grafasvæðið í Abusir er sambærilegt við önnur slík en var auðugra af stórkostlegum lágmyndum, sem voru því miður stórskemmdar með því að flytja hluta þeirra á söfn í Evrópu.  Þær lýsa daglegu lífi konunganna en myndir af guðsdýrkun eru færri.  Linur kalksteinninn í pýramídunum hefur molnað mjög, svo að þeir eru ekki svipur hjá sjón.

 TIL BAKA           Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir                  HEIM