Luxor Egyptaland,
Flag of Egypt

Skoðunarvert

LUXOR
EGYPTALAND


.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Memnon ColossiLuxor er í Aswanhéraði í Efra-Egyptalandi á hægri bakka Nílar.  Íbúafjöldinn er í kringum 60.000.  Luxor er í dalverpi, sem er umkringt fjöllum Austureyðimerkurinnar og er aðalferðamannamiðstöð Efra-Egyptalands.  Luxor nær yfir hluta gömlu ríkisborgarinnar Þebu, sem teygðist mun lengra til norðurs og náði yfir Karnak og borg hinna dauðu á vesturbakkanum.  Núverandi nafn er dregið af el-Kusur (Hallirnar; flt. af el-Kasr).  Þetta nafn var notað um hofið mikla, sem var náma byggingarefnis fram á síðustu öld í Luxor.

Aðalgatan, Saria el-Bahr el-Nil, liggur meðfram Níl frá hofinu til norðurs og suðurs.  Milli hennar og hofsins eru rústir rómversks hringleikahúss.  Sunnan til eru stóru hótelin 'Vetrarhallirnar', hin gamla og nýja, ferðamannamarkaður, verzlanir, bankar og ferðaskrifstofur.  Norðan hofsins eru fleiri hótel og Egypzka listasafnið.  Austast í borginni er brautarstöð og flugvöllurinn er norðaustan hennar.  Norðan Luxor er risahofið í Karkak, hof Amuns, höfuðguðs Þebu á dögum faraóanna, aðalsköpunarverk byggingarlistar síns tíma.  Annað risahof stóð í Medu, þar sem nú heitir Medamut.

 TIL BAKA           Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir                  HEIM