Hurghada Egyptaland,
Flag of Egypt


HURGHADA
EGYPTALAND
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Bærinn er á miðri vesturstönd Rauðahafsins og er stjórnsýslumiðstöð héraðsins.  Þar eru góðar baðstrendur og aðstaða til ýmissa vatnaíþrótta.  Dschebel el-Schajib-fjöllin (2.187 m) eru hin hæstu í Afríkuhluta Egyptalands.  Áður en Hurghada varð vinsæll ferðamannastaður kom þaðan mesta olía frá einum stað í landinu en nú gefa olíulindir á Sínaískaganum meira af sér.  Undan frábærum baðströndunum eru rúmlega 30 eyjar og kóralrif, sem rísa oft upp frá djúpum sjávarbotni.  Þau eru þakin fjölbreyttum gróðri og eru vinsæl meðal sportkafara.  **Glerbotnabátar með fara með farþega um svæðið.

Sjórinn er mjög hreinn og tær.  Tjaldferðir til eyjanna, sem eru óbyggðar, eru vinsælar.  Þangað þarf að taka með sér hlýjan fatnað.

Gæta þarf fyllstu varúðar við sund og köfun utan rifjanna vegna hákarla.

Tíu km norðan Hurghada er haffræðistofnun með sædýra- og jurtasafni auk þess sem þar eru sýndar uppstoppaðar sækýr úr Rauðahafinu.

Áhugaverður skoðunarstaður í nágrenninu eru Antoníusar- og Pálsklaustrin og Súez.

Athuga þarf, að bærinn er við jaðar eyðimerkurinnar við Rauðahaf og skortur er á ferskvatni og rafmagni, sem stundum rofnar.  Gott er að hafa með sér nægar birgðir af neyzluvatni og eldsneyti í ferðir í bílum út frá bænum.

 TIL BAKA           Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir                  HEIM