Philae Agilka Egyptaland,
Flag of Egypt


PHILAE - AGILKA
EGYPTALAND

.

.

Utanríkisrnt.

Eyjan Philae fór í kaf í Nasservatn.  Mikilsverðustu minnismerkjum var bjargað með fjárstuðningi Þjóðverja og Ítala og þeim komið fyrir á eyjunni Agilka.  Elztu hof frá tíma Nektanebos (370 f.Kr.).  Fyrr stóðu þar eldri hof, sem hurfu. Aðalguðinn var Ísís, þá Osiris, Nephthis, Hathor Satet o.fl.  Aragrúi grískra og rómverskra pílagríma kom til Philae til að dýrka hina dularfullu gyðju Ísís, sem bjó m.a. yfir læknandi krafti.  Hofunum var lokað, þegar Justinian var keisari (527-65) og nokkur notuð til kristinna helgiathafna.  Á Philae myndaðist koptísk byggð fram að islömskum sið.  Á eyjunni Agilka er nú **Ísíshofið, sem helgað var Ísís og syni hennar Harpokrates, *Hathorhofið og Trajanskálinn.

 TIL BAKA           Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir                  HEIM