Memfis
er grískt nafn. Egypzka
heitið er Mennof-Ra. Lítið
fer fyrir rústum fyrrum höfuðborgar ríkisins.
Hún var glæsileg, rík og víðkunn.
Rústir hennar liggja gegnt grafhýsasvæðinu í Sakkara í ávaxtahéraðinu
austan Nílar á milli húsa, döðlupálma og akra.
Líkt og annars staðar, allt frá tíma gamla ríkisins, voru íbúðarhús
og hallir byggðar úr loftþurrkuðum tígulsteini, sem entist ekki
vel. Kalksteinn og granít var aðeins notað til að byggja hof og stundum konungshallir
en oft kom fyrir síðar, að þær byggingar voru rifnar niður og efnið
notað til annarra þarfa.
*Risastyttan
af Ramses II, sem áður stóð framan við innganginn í hofið.
Hún fannst árið 1822 og er úr hörðum fínkornóttum
kalksteini. Hún var 13 m há
(Granítstytta stendur á torgi brautarstöðvarinnar í Kaíró).
*Alabastursvingsinn
var grafinn upp árið 1912. Hann
skreytti líklega suðurinngang hofs.
Hann er 8 m langur, 4½ m hár og vegur 80 tonn og er líklega frá
tímum 18. eða 19. höfðingjaættarinnar, e.t.v. tíma Amenophis II.
Norðan
svingsins er hið heilaga svæði Ptah-hofsins.
Í suðvesturhorni þess var smurnings-húsið með geysimiklum
borðum (allt að 50 tonnum) úr alabastri, sem notuð voru til að
smyrja hin heilögu apisdýr. Ptah-hofið
var notað til krýninga faraóanna. |