Argentína,
Flag of Argentina

      Meira

ARGENTÍNA

Map of Argentina
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Argentína nær yfir mestan syðri hluta Suður-Ameríku, alls 2.780.092 km² (áttunda stærsta land heims).  Landið er eins og öfugur þríhyrningur í laginu.  Þar sem það er breiðast eru 1420 km milli enda og 3800 km frá norðri til suðurs.  Vegna stærðar sinnar nær það yfir ákaflega mismunandi landslagssvæði allt frá Andesfjöllum yfir Gran Chaco-mýra- og þurrkasvæðið, frjósamar Pampasslétturnar, hásléttu Patagóníu og öldótta strandlengjuna við Atlantshafið, sem er u.þ.b. 4700 km löng.  Argentína gerir líka kröfur til hluta Suðurskautslandsins og nokkurra eyja í Suður-Atlantshafi, s.s. Falklandseyja (Islas Malvinas), sem Bretar ráða. Sunnan og vestan Argentínu er Síle, Bólivía og Paragvæ að norðan og Brasilía, Úrúgvæ og Atlantahafið fyrir austan.  Höfuðborg landsins er Buenos Aires.

Argentína hefur yfir sér einhvern rómantískan töfraljóma í hugum margra útlendinga, einkum Evrópubúa.  Margir þeirra ímynduðu sér Argentínu
land tækifæranna  í nýja heiminum.  Spænskir landkönnuðir 16. aldar, sem létu orðróm um gífurlegt magn eðalmálma ginna sig þangað, gáfu landinu nafnið Argentina, „Silfurland”.
.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM