Salta Argentína,
Flag of Argentina


SALTA
ARGENTÍNA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Salta er höfuðborg í samnefndu fylki við Arenales-ána á áveitusvæðinu í Lermadal.  Salta er miðstöð verzlunar á svæði með miklum olíu- og gasbirgðum í jörðu.  Þar er mikil ræktun sykurreyrs, tóbaki og korni.  Kvikfjárrækt er allmikil og talsvert skógarhögg.  Í borginni eru verksmiðjur, sem annast vinnslu matvæla og mala korn auk leðurvöruframleiðslu.  Spænski nýlendutíminn lýsir sér bezt í dómkirkjunni og fleiri kirkjum, opinberum byggingum og stórum einbýlishúsum og borgin laðar til sín fjölda ferðamanna, sem hafa áhuga á byggingarlist.

Tvær miklar og vinsælar hátíðir eru haldnar árlega í september.  Katólski háskólinn var stofnaður 1967.  Borgin sjálf var stofnuð 1582 á stað, sem var hentugur áfangastaður á leiðinni til og frá bólivísku silfurnámunum.  Í sjálfstæðisstríðinu gegn Spánverjum vannst sigur við Salta 1813 (Manuel Belgrano hershöfðingi).  Áætlaður íbúafjöldi árið 1991 var 371 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM